Glærur frá morgunverðarfundi um breytingastjórnun og nýsköpun í opinberum rekstri

Glærur frá morgunverðarfundi um breytingastjórnun og nýsköpun í opinberum rekstri

Fimmtudaginn 25. febrúar 2010 var haldinn morgunverðarfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða um breytingastjórnun, ávinning breytinga og nýsköpunar í opinberum rekstri. Á fundinum var farið yfir helstu þætti breytingastjórnunar auk þess sem dæmi um árangur nýsköpunar og breytinga voru kynntar. Hér má sjá nánari upplýsingar um fundinn og glærur fyrirlesara.

Fimmtudaginn 25. febrúar 2010 var haldinn morgunverðarfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða um breytingastjórnun, ávinning breytinga og nýsköpunar í opinberum rekstri. Á fundinum var farið yfir helstu þætti í breytingastjórnun auk þess sem dæmi um árangur nýsköpunar og breytinga voru kynntar.

Með aukinni hagræðingarkröfu á stofnanir hins opinbera hefur sjaldan verið jafn rík krafa um að hugað sé að nýjum leiðum og nýsköpun í rekstri og þjónustu. Nýsköpun í opinberum rekstri getur falist í nýrri þjónustu eða breyttu fyrirkomulagi, breyttum vinnuferlum, stjórnunar- eða samstarfsleiðum, í þeim tilgangi að stuðla að betri þjónustu og/eða lægri tilkostnaði. En nýsköpun krefst áræðni því nýjar leiðir kalla á breytingar, sem eru oft vandasamar og viðkvæmar. Miklu skiptir því að vanda vel til undirbúnings og framkvæmdar.

Aðalfyrirlesturinn flutti Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, sem á síðastliðnu ári lauk meistaragráðu í breytingastjórnun og nýsköpun frá Háskólanum í Aberdeen í Skotlandi. Regína hefur auk þess langa reynslu af breytingastjórnun og innleiðingu nýmæla í þjónustu Reykjavíkurborgar. Glærur Regínu má sjá hér.

Þrír stjórnendur sem eiga það sammerkt að hafa staðið fyrir nýsköpun eða umtalsverðum breytingum í sínum stofnunum greindu frá reynslu sinni og því sem aðrir gætu af henni lært og fjölluðu bæði um hindranir, mistök og að sjálfsögðu um aðferðir sem reyndust vel.

Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólameistari Kvennaskólans, fjallaði um innleiðingu nýrra laga um framhaldsskóla og breytt skipulag kennslu sem hefur það markmið að stytta nám til stúdentsprófs fyrir þá sem það kjósa. Glærur Ingibjargar má sjá hér.

Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, fjallaði um mótun skólastarfs þar sem m.a. bókun 5 í kjarasamningi kennara er grundvöllur gjörbreyttra kennsluhátta og verkaskiptingar starfsmanna skólans, sem gerir m.a. mögulega umtalsverða launahækkun til allra kennara skólans. Glærur Sifjar má sjá hér.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fjallaði um nýsköpun á sviði umferðarlöggæslu og áhrif þess á tíðni umferðarslysa og hvernig mat á mannaflaþörf varð grundvöllur umtalsverðra breytinga á skipulagi löggæslu, sem leiddi til hagræðingar, án þess að skerða þjónustu. Glærur Stefáns má sjá hér.

Fundarstjóri var Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða.

Print Friendly, PDF & Email