FFR er 25 ára!

 Félag forstöðumanna ríkisstofnana var stofnað 27. nóvember 1986 á Hótel Esju. Félagið fagnar því 25 ára afmæli um þessar mundir. Nokkuð sérkennilegt þykir að þrátt fyrir mjög öflugt starf félagsins í gegnum tíðina er nú vegið að forstöðumönnum með vægast sagt óréttmætum hætti.
Félag forstöðumanna ríkisstofnana var stofnað 27. nóvember 1986 á Hótel Esju. Félagið fagnar því 25 ára afmæli um þessar mundir. Nokkuð sérkennilegt þykir að þrátt fyrir mjög öflugt starf félagsins í gegnum tíðina er nú vegið að forstöðumönnum með vægast sagt óréttmætum hætti. Kjaraskerðing umfram aðra opinbera starfsmenn, aukið vinnuálag og meiri ábyrgð er sá raunveruleiki sem blasir við okkur þrátt fyrir að forstöðumenn hafi, óumdeilt, gert allt í þeirra valdi til þess að rekstur ríkisstofnana verði innan ramma fjárlaga og þjónustan eins góð og hægt er við þessar aðstæður. Þó ekki sé vænst gjafa frá ríkisvaldinu í tilefni afmælisins væri vel við hæfi að væntanlegur úrskurður Kjararáðs væri þannig að til forstöðumanna væri skilað því sem frá þeim hefur verið tekið með óréttmætum hætti.
Print Friendly, PDF & Email