Stefna vegna meintra brota kjararáðs

Á félagsfundi Félags forstöðumanna ríkisstofnana sem var haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík 11. febrúar 2014 var samþykkt einróma að styðja einn félagsmann við málshöfðun á hendur fjármála- og efnahagsráðherra vegna meintra brota kjararáðs á lögum nr. 47/2006 um ráðið.

Stefnan var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. mars 2014 og er hún aðgengileg hér á heimasíðu FFR sem pdf skjal.  Félag forstöðumanna ríkisstofnana lítur svo á að niðurstaða í þessu dómsmáli hafi fordæmisgildi fyrir alla félagsmenn sem gengt hafa starfi forstöðumanns eftir 1. desember 2010.

(skoða stefnuna)

Print Friendly, PDF & Email