Aðalfundur FFR 2014

Aðalfundur FFR 2014

Aðalfundur FFR var haldinn á Grand hóteli 13. maí 2014 og hófst fundur klukkan 9:00..

Dagskrá fundarins:

      1. Setning fundar: Magnús Guðmundsson formaður FFR
      2. Hvernig nýtast áskoranir í einkageiranum í opinberri stjórnsýslu: Sævar Freyr Þráinsson fyrrverandi forstjóri Símans og stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands
      3. Skýrsla stjórnar um starfsemi síðasta starfsárs: Magnús Guðmundsson formaður FFR
      4. Kynning á stefnumótun fyrir FFR: Sveinn Margeirsson í stjórn FFR
      5. Skýrsla starfskjaranefndar: Steingrímur Ari Arason formaður starfskjaranefndar FFR
      6. Lagðir fram reikningar: Gissur Pétursson gjaldkeri FFR
      7. Lagabreytingar
      8. Kosning stjórnar og formanns
      9. Kosning fulltrúa í starfskjaranefnd
      10.Kosning tveggja endurskoðenda og jafn marga til vara
      11.Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár
      12.Önnur mál

Fundarstýra var Sigríður Lillý Baldursdóttir.

Sævar Freyr Þráinsson fyrrverandi forstjóri Símans og stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands flutti fræðsluerindi dagsins og má nálgast glærur hans hér.

Magnús Guðmundsson formaður FFR fylgdi ársskýrslu félagsins úr hlaði og fór yfir helstu atriði í starfi félagsins 2013-2014. Sjá Ársskýrsluna. Sjá einnig glærur Magnúsar frá fundinum hér

Sveinn Margeirsson forstjóri Matís og stjórnarmaður í FFR kynnti stefnumótunarvinnu sem farið hefur fram á vegum FFR en glærur hans má sjá hér.

Steingrímur Ari Arason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og formaður Starfskjaranefndar FFR flutti skýrslu nefndarinnar um stöðu mála og starfið síðastliðið starfsár. Glærur Steingríms eru  hér.

Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar og gjaldkeri FFR kynnti ársreikninga félagsins sem samþykktir voru með lófaklappi enda gott jafnvægi í þeim og staða félagsins nokkuð góð þrátt fyrir nokkur útgjöld í tengslum við mál FFR gagnvart fjármálaráðherra. Skoða má ársreikning félagsins hér. Gissur mælti einnig fyrir um hækkun félagsgjalda í 15 þúsund krónur á ári og var sú hækkun samþykkt samhljóma enda er ljóst að bæði eru horfur á einhverri fækkun félagsmanna á næstu árum vegna sameiningar ríkisstofnana og svo má búast við all nokkrum kostnaði tengdum kjarabaráttu félagsmanna í FFR.

Nýr formaður var kosinn á aðalfundinum en Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands lét af störfum eftir að hafa stýrt félaginu af mikilli leikni og röggsemi síðastliðin fimm ár. Aðrir sem gengu úr stjórn voru Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður í Vík, Már Vilhjálmsson rektor Menntaskólans við Sund og Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.

Ný stjorn FFR er svo skipuð:

Stjórn:

  • Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu.
  • Ingibjörg S. Sverrisdóttir, Landsbókavörður
  • Gizzur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar
  • Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar
  • Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar

Varastjórn:

  • Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði
  • Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa/li>
  • Guðjón S. Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
  • Sigríður Lillý Baldursdóttir færði Magnúsi blóm í lok fundar og þakkaði honum fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu
  • félagsins og var klappað hraustlega fyrir fráfarandi formanni félagsins.
Print Friendly, PDF & Email