Staða og starfskilyrði forstöðumanna ríkisstofnana
Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands boða til Morgunverðarfundar 27. mars n.k. kl. 8:00-10:15 á Grand Hótel Reykjavík. Þemað er staða og starfskilyrði forstöðumanna ríkisstofnana. Fjallað verður um niðurstöður könnunar og tillögur starfshóps um umbætur í starfsumhverfi forstöðumanna.
Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands boða til
Morgunverðarfundar 27. mars n.k. kl. 8:00-10:15 á Grand Hótel Reykjavík
Staða og starfskilyrði forstöðumanna ríkisstofnana
Morgunverðarfundar 27. mars n.k. kl. 8:00-10:15 á Grand Hótel Reykjavík
Staða og starfskilyrði forstöðumanna ríkisstofnana
Niðurstöður könnunar og tillögur starfshóps um umbætur í starfsumhverfi forstöðumanna.
Skráning HÉR Þátttökugjald kr. 4200,-. Morgunverður innifalin. Morgunverður er frá kl. 8. Dagskrá hefst kl. 8:30
Dagskrá:
1. Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra flytur ávarp
2. Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnsýslufræði við Háskóla Íslands ogÁgústa Hlín Gústafsdóttir, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu kynna niðurstöðurrannsóknar um störf og starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana.
3. Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi: Kynning á niðurstöðum starfshóps um stöðu og starfskilyrði forstöðumanna
4. Pallborðsumræður og almennar umræður: Gunnar Björnsson skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands.
Fundarstjóri er Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana.
Á morgunverðarfundinum eru kynntar nýjar niðurstöður könnunar sem gerð var í árslok 2011 meðal forstöðumanna ríkisstofnana og ráðuneytisstjóra um starfsumhverfi forstöðumanna og eru þær skoðaðar í samhengi við sams konar athugun sem gerð var á árinu 2007. Fjármálaráðuneytið, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og Félag forstöðumanna ríkisstofnana stóðu að könnunum 2007 og 2011.
Jafnframt verða kynntar og ræddar tillögur starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins og Félags forstöðumanna ríkisstofnana um hvernig bæta má stöðu og starfskilyrði forstöðumanna.
Á fundinum verður m.a. horft til ýmissa þátta í vinnuaðstæðum forstöðumanna s.s. starfsþróun, starfsánægja, álag og streita, áhugahvöt, kjör og samskipti við ráðuneyti. Einnig fjármál, ímynd og gæði þjónustu stofnana, starfsmannamál, ákvörðun launa og stjórnunarhættir.
Bestu kveðjur
Magnús Guðmundsson
Formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana