Á aðalfundi FFR sem haldinn var fimmtudaginn 16. maí 2024 voru þau Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís, Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands og Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, kjörin í stjórn FFR til næstu tveggja ára. Þá sitja áfram í stjórninni þau Arnór Snæbjörnsson, forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands og Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, auk formanns stjórnarinnar Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar.