Ný stjórn FFR kjörin á aðalfundi félagsins föstudaginn 9. maí 2025

Ný stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðastliðinn föstudag. Nýr formaður félagsins er Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Nýir meðstjórnendur eru Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, Marín Guðrún Hrafnsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands og Örn Hrafnkelsson, landsbókavörður. Þá sitja áfram í stjórn þau Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís, Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár og Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla.

Sigríður Kristinsdóttir, formaður FFR