Morgunverðarfundur um stefnumótun, áætlanagerð og árangursmælingar ríkisstofnana 9. okt.

Morgunverðarfundur um stefnumótun, áætlanagerð og árangursmælingar ríkisstofnana var haldinn mánudaginn 9. október 2017, kl. 08:30 – 10:30, Hilton Reykjavík Nordica

Með lögum um opinber fjármál er lögð aukin áhersla á stefnumótun og áætlanagerð í ríkisfjármálum til lengri tíma. Þetta kallar á breytt vinnubrögð bæði ráðuneyta og stofnana. Fjallað var um stefnumótun, áætlanagerð og árangursmælingar ríkisstofnana á morgunverðarfundinum sem haldinn var af fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Fundurinn var einkum ætlaður forstöðumönnum ríkisstofnana og nánustu samstarfsmönnum sem koma að stefnumótun stofnana.

Upptaka af fundinum er aðgengileg á slóðinni hér.

Dagskrá:

  • Stefnumótun – Hvernig raðast pússlin í eina heildarmynd, Marta Birna Baldursdóttir, sérfræðingur, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  •  Aðferðafræði við stefnumótun og árangursmælingar, Kristinn Tryggvi Gunnarsson, ráðgjafi, Expectus
  •  Stefnumótun í ríkisrekstri – ráðuneyti og stofnanir, Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytis og Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytisins
  •  Stefnumótun og áætlanagerð stofnunar, Jónas Ketilsson, yfirverkefnastjóri, Orkustofnun
  •  Nýtt áætlanakerfi ríkisaðila,  Steinunn Sigvaldadóttir, sérfræðingur, fjármála- og efnahagsráðuneytinu

 Fundarstjóri: Álfrún Tryggvadóttir, verkefnisstjóri innleiðingar á lögum um opinber fjármál 

 

 

 

 

Print Friendly, PDF & Email