Morgunverðarfundur miðvikudaginn 17. apríl nk. um grænar áherslur í ríkisrekstri

Í opinberum rekstri eru ýmis tækifæri og skyldur á sviði umhverfismála. Loftslagsmálin, grænu skrefin, græn innkaup, endurvinnsla o.s.frv.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana boðar til morgunverðarfundar um grænar áherslur í ríkisrekstri miðvikudaginn 17. apríl næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík. Morgunverður hefst kl. 8:10, dagskrá hefst kl. 8:30 og fundi lýkur kl. 10:00. Á fundinum verður fjallað um helstu skyldur, tækifæri og áskoranir á þessu sviði og hlýtt á reynslusögur og ábendingar um tækifæri í opinberum rekstri.

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, mun fjalla um grænar áherslur í opinberum rekstri, Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri og formaður umhverfisráðs Fiskistofu, um vegferðina að grænu skrefunum fimm og Brynjólfur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum, um græn innkaup. Í lok fundar gefst tækifæri til fyrirspurna og umræðna.

Nánari upplýsingar um fundinn og skráningu má finna hér.

Print Friendly, PDF & Email