Hvernig geta opinberar stofnanir tengt stefnumótun og áætlunargerð hjá sér við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun?  

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Heimsmarkmiðin eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum og þeim er ætlað að taka á stærstu viðfangsefnum og helstu áskorunum sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir (sjá nánar á www.heimsmarkmidin.is). Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa skuldbundið sig til þess að vinna markvisst að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi þar til gildistíma þeirra lýkur árið 2030.

Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og þess vegna krefst innleiðing þeirra samhents átaks ólíkra hagsmunaaðila. Verkefnastjórn stjórnvalda um innleiðingu heimsmarkmiðanna hefur skilgreint 65 forgangsmarkmið sem endurspegla áherslur stjórnvalda við innleiðingu markmiðanna hér á landi. Ráðuneytin hafa nú þegar tengt heimsmarkmiðin við stefnumótun fyrir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og aðrar stefnur og áætlanir Stjórnarráðsins. Einnig hafa stofnanir, sveitarfélög og einkafyrirtæki hafið vinnu við að innleiða markmiðin í sína starfsemi.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Félag forstöðumanna ríkisstofnana standa að morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um hvernig opinberar stofnanir geta innleitt heimsmarkmiðin með því að tengja þau við starfsemi sína. Þar verður meðal annars horft til áætlunargerðar stofnana í tengslum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og reynslu Kópavogsbæjar sem hefur verið leiðandi í innleiðingu heimsmarkmiðanna hér á landi.

Morgunverðarfundurinn fer fram í Háteig á Grand hótel. Morgunverður hefst kl. 08.00 og dagskrá hefst kl. 08.30.

Þátttökugjald er 4.900 kr.

HÉR er hægt að skrá sig til leiks


Dagskrá:


08.30-08.35
Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana setur fundinn.

08.35-08.50
Aðgerðir stjórnvalda í þágu heimsmarkmiðanna. Ásta Bjarnadóttir, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu og í verkefnisstjórn stjórnarráðsins um heimsmarkmiðin.

08.50-09.15
Heimsmarkmiðin í opinberri áætlanagerð. Marta Birna Baldursdóttir, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta, og Þröstur Freyr Gylfason, sérfræðingur á skrifstofu opinberra fjármála, fjármála- og efnahagsráðuneytið.

09.15-09.35
Innleiðing heimsmarkmiðanna hjá Kópavogsbæ. Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ.

09.35-09.50
Spurningar úr sal og umræður.

Print Friendly, PDF & Email