Mætum á félagsfund í FFR á Grand Hótel miðvikudaginn 25 apríl nk.

Kæru forstöðumenn ríkisstofnana

Ég vil hvetja ykkur til að sýna styrk og fjölmenna á félagsfund í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana á Grand Hótel í Reykjavík miðvikudaginn 25. apríl nk. kl. 10:30-12:00. Gestur fundarins verður Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra og mun hún flytja framsögu, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum m.a. um kjör og starfsumhverfi forstöðumanna og fjárlagaferlið. Fundarstjóri verður Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna.

 

Kæru forstöðumenn ríkisstofnana

Ég vil hvetja ykkur til að sýna styrk og fjölmenna á félagsfund í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana á Grand Hótel í Reykjavík miðvikudaginn 25. apríl nk. kl. 10:30-12:00. Gestur fundarins verður Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra og mun hún flytja framsögu, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum m.a. um kjör og starfsumhverfi forstöðumanna og fjárlagaferlið. Fundarstjóri verður Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna.

Fundurinn er haldinn í framhaldi af morgunverðarfundi sama morgunn kl. 8:30 þar sem kynntar verða nýjar tillögur starfshóps fjármálaráðherra um breytt starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana og einnig verðar kynntar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal forstöðumanna nýlega. Í báðum tilfellum munu mjög niðurstöðurnar verða mjög athygliverðar og tilefni til líflegra umræðna í framhaldinu á félagsfundinum.

Áríðandi: Munið að staðfesta þátttöku á fundinum í síðasta lagi 23. apríl 2012 með því að senda tölvupóst á: [email protected]

Þeir sem höfðu þegar skráð sig á fund 27. mars sem var frestað þurfa ekki að skrá sig aftur en þeir sem höfðu skráð sig og hætta við þátttöku eru beðnir að láta vita.

Fyrir hönd félagsstjórnar

Magnús Guðmundsson, formaður FFR

Print Friendly, PDF & Email