Nýsköpunarvogin er viðamikil könnun á nýsköpun sem lögð verður fyrir u.þ.b. 800 aðila ríkis og sveitarfélaga.

Um er að ræða samnorræna könnun sem nú þegar hefur verið framkvæmd í Danmörku og Noregi, en nú í haust bætast Ísland og hin Norðurlöndin í hópinn.

Opinber nýsköpun er ný eða umtalsvert breytt aðferð til að bæta starfsemi og árangur á vinnustaðnum. Nýsköpunin þarf að fela í sér nýjungar fyrir vinnustaðinn en hún má hafa verið notuð annars staðar áður eða hafa verið þróuð af öðrum.

Nýsköpun er mikilvægur þáttur í því að bæta vinnuumhverfi starfsfólks í opinberri stjórnsýslu, sem og þjónustu gagnvart almenningi, svo fátt eitt sé nefnt.

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um könnunina.

Print Friendly, PDF & Email