Glærur frá fundi um opinber innkaup

Glærur frá fundi um opinber innkaup

Félag forstöðumanna í samvinnu við fjármálaráðuneytið, Ríkisendurskoðun, Ríkiskaup og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stóð fyrir morgunverðarfundi um opinber innkaup fimmtudaginn 28. apríl 2011. Á fundinum var því velt upp hvernig stjórnendur geta náð betri árangri í innkaupum og hvaða tækifæri liggja til frekari hagræðingar í rekstri stofnana. Hér má sjá glærur fyrirlesara á fundinum.

Félag forstöðumanna í samvinnu við fjármálaráðuneytið, Ríkisendurskoðun, Ríkiskaup og Stofnun

stjórnsýslufræða og stjórnmála stóð fyrir morgunverðarfundi um opinber innkaup fimmtudaginn 28. apríl 2011.

Á fundinum var því velt upp hvernig stjórnendur geta náð betri árangri í innkaupum og hvaða tækifæri liggja til frekari hagræðingar í rekstri stofnana. Hér má sjá glærur fyrirlesara á fundinum.

Dagskrá:

1. Ávarp Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra.

2. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun.
Ábendingar Ríkisendurskoðunar um innkaupamál.

3. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Ríkiskaupa.
Komdu og skoðaðu í kistuna mína-Hvaða verkfæri standa okkur til boða

4. Panelumræður með þátttöku frummælenda, en einnig: Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, Elva Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Haraldur Bjarnason, sérfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, sem verða með stutt innlegg um samninga um kaup á vöru og þjónustu, vistvæn innkaup og rafræn innkaup. – Almennar umræður.

Því er haldið fram að bætt innkaup stofnana sé sársaukaminnsta leið stjórnenda til að spara í rekstri þeirra. Áætlað er að um 25-30% af ríkisútgjöldum sé varið til kaupa á vörum og þjónustu. Það svarar til um 150- 170 milljarða króna ef miðað er við útgjöld ársins 2010. Þarna liggja því verulegir fjárhagslegir hagsmunir. Miklu skiptir að þessu fé sé varið með hagkvæmum, skilvirkum og árangursríkum hætti. Stjórnvöld leggja áherslu á fagleg og öguð vinnubrögð í opinberum innkaupum sem kemur m.a. fram í lögum um opinber innkaup og í Innkaupastefnu ríkisins.

Ríkisendurskoðun hefur á síðustu misserum skoðað nokkra þætti innkaupa hjá ríkinu og telur að bæta megi aðferðir á þessu sviði og spara með því fé. Ríkiskaup veita opinberum stofnunum og fyrirtækjum ráðgjöf og þjónustu á sviði innkaupa í stóru sem smáu. Fjárhagslegur ávinningur af starfi stofnunarinnar við gerð rammasamninga, útboða, þar með talið örútboða, verðkannana og eignasölu hefur verið metinn um 20%, sem er meðalafsláttur. Það munar um minna.

Á morgunverðarfundinum flutti Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra ávarp. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun ræddi niðurstöður úttekta stofnunarinnar á innkaupamálum og ábendingar hennar um bætt vinnubrögð á þessu sviði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Ríkiskaupa fjallaði um hvaða verkfæri stofnanir geta notað til að lækka útgjöld vegna innkaupa. Að því loknu voru panelumræður með frummælendum, en einnig tóku þátt Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, Elva Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Haraldur Bjarnason, sérfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu og voru þau með stutt innlegg um samninga um kaup á vörum og þjónustu, vistvæn innkaup og rafræn innkaup.