Námskeið í rafrænni stjórnsýslu 17. til 19. maí 2011

Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála bjóða upp á námskeið í rafrænni stjórnsýslu 17. til 19. maí 2011. Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu er hér að finna.


Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála
bjóða upp á námskeið

Rafræn stjórnsýsla – möguleikar til umbreytinga á starfsemi stofnana

þriðjudaginn 17. maí, miðvikudaginn 18. maí og fimmtudaginn 19. maí 2011 kl. 13:00 til 17:00 í stofu 310 í Árnagarði.


Námskeiðið er einnig í boði gegnum fjarfundabúnað.


Skráning á námskeiðið er
HÉR Sjá dagskrá hér neðar.


Þátttökugjald 19.800,- miðast við að taka námskeiðið í Reykjavík.
Komi fram óskir um að taka námskeiðið í fjarfundabúnaði verður samið við símenntunarmiðstöðvar eða aðra aðila um móttöku. Ef til fellur kostnaður vegna þess mun það dreifast á viðkomandi þátttakendur.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í samvinnu við Félag forstöðumanna ríkisstofnana heldur námskeið um rafræna stjórnsýslu dagana 17., 18. og 19. maí 2011 kl. 13:00 til 17:00. Yfirskrift námskeiðsins er „Rafræn stjórnsýsla – möguleikar til umbreytinga á starfsemi stofnana.“ Námskeiðið er einnig í boði gegnum fjarfundabúnað.

Almenningur kallar eftir auknu gagnsæi í ákvarðanatöku í opinberri stjórnsýslu og notendavænna aðgengi að þjónustu stofnana hennar. Alþjóðlegar skýrslur benda til að íslensk stjórnsýsla gæti nýtt sér tæknina í meira mæli í þjónustu við almenning t.d. hvað varðar rafrænt aðgengi að upplýsingum og rafræna afgreiðslu erinda innan stjórnsýslunnar.

Á námskeiðinu mun Haukur Arnþórsson, doktor í rafrænni stjórnsýslu, fjalla um hvernig íslensk stjórnsýsla getur umbreytt starfsemi sinni með hagnýtingu upplýsingatækninnar. Gestir námskeiðsins eru Guðjón Már Guðjónsson frá Agóra (kenndur við Oz), einn helsti frumkvöðull upplýsingatækninnar á Íslandi og Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Efni námskeiðsins er m.a. byggt á bókinni Government 2.0 eftir Eggers sem fæst í Bóksölu stúdenta.

Námskeiðið nýtist mörgum hópum opinberra starfsmanna sem vilja kynna sér nýjustu hugmyndir og möguleika á sviði rafrænnar stjórnsýslu ekki síst stjórnendum og þeim sem skipuleggja upplýsingamál.
Í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar, janúar 2011: Ísland 2020 segir m.a. eftirfarandi um rafræna stjórnsýslu: „Aðgangur að netinu og notkun þess er mjög almennur á Íslandi og með því mesta sem þekkist. Staða tæknilegra innviða, mannauðs og færni í upplýsingatækni er góð en framboð á rafrænni opinberri þjónustu er hins vegar alls ekki nægilegt og notkun upplýsingatækni til að greiða aðgang almennings að lýðræðislegri ákvarðanatöku er óviðunandi. Þessi staða kemur mjög skýrt fram í alþjóðlegum könnunum og felur hún í sér sóknarfæri, en árið 2010 er Ísland í 22. sæti í rafrænni stjórnsýsluvísitölu og 135-143 sæti í rafrænni þátttökuvísitölu sem Sameinuðu þjóðirnar mæla árlega. Það er eftirspurn eftir rafrænni þjónustu og hana þarf að stórauka, sérstaklega framboð á opinberri rafrænni þjónustu. Stefna ríkisstjórnarinnar Netríkið Ísland er vegvísir um þróun rafrænnar stjórnsýslu og nýtingu upplýsingatækni á árunum 2008-2012. „
Eitt markmiða sóknaráætlunarinnar er: „Að Ísland verði meðal 10 efstu þjóða árið 2020 í rafrænni stjórnsýsluvísitölu og rafrænni þátttökuvísitölu sem mæld er af Sameinuðu þjóðunum.

Dagskrá og efni námskeiðsins er eftirfarandi:

Þriðjudagur 17. maí: Frá iðnaðarþjóðfélagi til upplýsingasamfélags
MyGov, um samþætta vefþjónustu
Að brjóta niður veggi og byggja brýr

Miðvikudagur 18. maí: Gagnsæi og ríkið
Samráð og samskipti við almenning
Málfundur með Guðjóni Má Guðjónssyni um þátttöku almennings

Fimmtudagur 19. maí: Um einkalíf og öryggi á netinu
Netvarnir og netstríð
Málfundur með Hrafnkatli V. Gíslasyni, um öryggi á netinu

Haukur Arnþórsson er doktor í stjórnsýslufræðum, með MPA í opinberri stjórnsýslu og B.Ed i uppeldisfræði. Hann starfar við ráðgjöf, rannsóknir og kennslu. Á árunum 1989-2004 var hann forstöðumaður upplýsinga- og tæknisviðs skrifstofu Alþingis og á árunum 1981-1989 starfaði hann við Reiknistofnun Háskólans.

Print Friendly, PDF & Email