Ný reglugerð um einelti – framkvæmd í opinberum rekstri: Áhrif stjórnsýslu- og upplýsingaréttar 10. júní 2016

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og Félag forstöðumanna ríkisstofnana kynna morgunverðarfund í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið, Vinnueftirlitið og Félag mannauðsstjóra ríkisins.

Ný reglugerð um einelti – framkvæmd í opinberum rekstri:

Áhrif stjórnsýslu- og upplýsingaréttar

Morgunverðarfundur, föstudaginn 10. júní 2016, kl. 8:30-10:00 á Grand hótel Reykjavík.

Morgunverður frá kl. 8:00,  er innifalinn í þátttökugjaldinu sem er kr. 5.500-

Samkvæmt mælingum meðal nokkurra starfshópa má ætla að um 8-20% starfsmanna telja sig hafa upplifað einelti á vinnustað hér á landi. Í könnun meðal opinberra starfsmanna frá árinu 2008 kom fram að 10% töldu sig hafa upplifað einelti á sl. 12 mánuðum og um fjórðungur starfsfólks sagðist hafði orðið vitni að einelti. Í sömu könnun kom fram að einungis 12% þeirra sem töldu sig hafa upplifað einelti höfðu lagt fram formlega kvörtun, og þá töldu þeir einstaklingar sem lögðu fram kvörtun að í langflestum tilfellum hefði kvörtunum þeirra ekki verið fylgt eftir með viðeigandi hætti.

Í lok síðasta árs tók í gildi endurskoðuð reglugerð um einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum – reglugerð 1009/2015. Það eru nokkur mikilvæg nýmæli í endurnýjuðu reglugerðinni. Skilgreining eineltis hefur verið breytt og er hún ítarlegri en áður og auk þess hefur hugtökunum kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi verið bætt inn. Einnig er kveðið á um ríkari skyldur vinnuveitenda að vinna að forvörnum og að grípa til aðgerða þegar starfsmenn tilkynna um einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum.

Almennur kynningarfundur um nýju reglugerðina var haldinn á Grand hótel 17. maí sl. Það eru hins ákveðnir þættir í reglugerðinni sem kalla á nánari skoðun fyrir opinbera vinnumarkaðinn vegna ákvæða í stjórnsýslu- og upplýsingarétti og áhrif hans á rétt og stöðu opinberra starfsmanna. Á morgunverðarfundinum 10. júní verður farið nánar yfir þau atriði.

Dagskrá:

8:30-8:45             Forvarnir og aðgerðir á vinnustöðum – nýmæli í endurskoðari reglugerðDr. Ásta Snorradóttir, fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu.

8:45-9:05             Rannsókn eineltismála með hliðsjón af stjórnsýslulögum: Helgi Valberg Jensson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu fjármála- og efnahagsráðuneytsins.

9:05-9:25             Verklag í eineltismálum með hliðsjón af upplýsingarétti og mögulegar forvarnir: Sara Lind Guðbergsdóttir, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu fjármála- og efnahagsráðuneytsins.

9:25-9:40           Viðbrögð við einelti á vinnustað – sýn og reynsla mannauðsstjóra í opinberri stofnun:  Ragnheiður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

9:40-10:00           Umræður og spurningar úr sal.

Fundarstjóri:  Guðjón Brjánsson, forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

Print Friendly, PDF & Email