Áhrif laga um opinber fjármál á reikningshald stofnana – fundur 1. nóvember 2016

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og Félag forstöðumanna ríkisstofnana kynna morgunverðarfund, í samstarfi við Fjársýslu ríkisins og fjármála- og efnahagsráðuneytið:

Áhrif laga um opinber fjármál á reikningshald stofnana

Morgunverðarfundur, þriðjudaginn 1. nóvember 2016, kl. 8:30-10:00, á Grand hótel Reykjavík.  Morgunverður frá kl. 8:00,  er innifalinn í þátttökugjaldinu sem er kr. 5.800-

Skráning á morgunverðarfundinn

Í byrjun árs tóku gildi ný lög um opinber fjármál (nr. 123/2015) sem munu hafa margvísleg áhrif á reikningsskilareglur ríkisins.  Samkvæmt nýju lögunum  skulu reikningsskil ríkissjóðs vera samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IPSAS) en reikningsskil ríkisstofnana samkvæmt íslenskum ársreikningalögum. Bráðabirgðaákvæði í lögunum frestar áhrifum laga á reikningshaldið til ársins 2017 og Ríkisreikningur vegna ársins 2017 því fyrsta heilsársuppgjörið samkvæmt nýjum reikningsskilaaðferðum.
Misjafnt er hversu mikil áhrif þessar breytingar hafa á einstaka stofnanir en ljóst er að um einhverjar breytingar verður að ræða fyrir allar ríkisstofnanir. Á morgunverðarfundinum munu fulltrúar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Fjársýslu ríkisins kynna helstu breytingarnar sem nýju lögin mun hafa á reikningsskilreglur ríkisins og ræða áhrif þeirra á reiknishald stofnana.

Dagskrá
8:30-8:50     Lög um opinber fjármál – markmið og helstu áherslur: fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
8:50-9:15     Helstu áhrif á reikningshald stofnana:  Ingþór Karl Eiríksson, fjársýslustjóri.
9:15-9:40     Ársreikningar stofnana – breytingar og næstu skref: Þórir Ólafsson, forstöðumaður uppgjörssviðs Fjársýslu ríkisins.
9:40-10:00   Umræður um áhrif: pallborðsumræður.

Fundarstjóri: Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ

Print Friendly, PDF & Email