Fundargerð stjórnar 18. desember 2013

Fundargerð stjórnar 18. desember 2013

Fundur í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana haldin á Nauthól, Reykjavík 18. desember 2013 kl. 12. Mætt eru Magnús Guðmundsson, Már Vilhjálmsson, Kristín Linda Árnadóttir, Ingibjörg S. Sverrisdóttir, Gissur Pétursson og Anna Birna Þráinsdóttir. Einnig er mættur Steingrímur Ari Arason formaður starfskjaranefndar.

  1. Kjararáð staða hjá lögmanni og félagsfundur um málið. SAA greindi frá fundi sínum og MG með Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni.  LVJ hallast að því að árangursríkast gæti verið að stefna ríkissjóði vegna vangoldinna launa, vanefndakrafa. Krafan myndi þá byggja á  mismun launaþróunar þeirra sem undir kjararáð eru settir og þeirra sem kjararáð miðar laun við.  Viðmiðunarhóparnir eru sérfræðingar á almennum vinnumarkaði , stjórnendur á almennum markaði og opinberir starfsmenn almennt (allir).  Laun þessara hópa hafa hækkað umtalsvert meir en „kjararáðs-fólks“.  Finna þarf upphafstíma þ.e. þegar launaþróunin fer að gliðna. LVJ var þó  með þann fyrirvara að hafa ekki skoðað málið í smáatriðum.  Þá kvað hún einnig þurfa að ræða málið við ríkislögmann þ.e. með tilliti til þess að semja um að slíkt mál yrði höfðað sem pr&oqcute;fmál.  LVJ kvaðst skila álitsgerð í janúar.
  2. Aðild FFR að samninganefnd ríkisins.  GP er fulltrúi FFR  í kjaraviðræðunum og er með umboð til takmarkaðra verka.  Hann situr ekki beint í nefndinni heldur er í ráðgefandi hóp að baki nefndinni.
  3. Ný upplýsingalög – Stefnt er að því að halda félagsfund 14. janúar nk. um ný upplýsingalög í samvinnu við forsætisráðuneytið.  Páll Þórhallsson og Ingibjörg  Sverrisdóttir munu halda erindi.
  4. Önnur mál:
    Sameining stofnana  og starfslok forstöðumanna – Rætt um þörf á þvíað gefa út leiðbeiningar vegna starfsloka forstöðumanna m.a. þegar þau verða við sameiningu stofnana.  Bent á að Lárus H. Bjarnason rektor MH hafi í ritað MA ritgerð um starfslok embættismanna.

Stofnanasamningar – KLÁ lýsti vonbrigðum sínum með gerð stofnanasamninga og taldi þá ekki vera það tæki sem hún hélt til gagnsærra launaákvarðana. Þá taldi hún forstöðumenn vanta stuðning og þekkingu á gerð stofnanasamninga, með0tilliti til þess að verkalýðsfélög eru „atvinnumenn“ í gerð slíkra samninga. MV falið að undirbúa stofnun vinnuhóps forstöðumanna, sem áhuga hafa á gerð stofnanasamninga.

  1. Næsti fundur stjórnar.  Stefnt að því að hafa hann 14. janúar í tengslum við félagsfund.

Í framhaldi fundar var farið stefnumótunarvinnu fyrir félagið, sem KLÁ stjórnaði Fleira ekki gert.

Anna Birna Þráinsdóttir ritari

Print Friendly, PDF & Email