Fundargerð og glærur málþings 15. október 2009 um starfsanda á tímum niðurskurðar

Fundargerð og glærur málþings 15. október 2009 um starfsanda á tímum niðurskurðar

Málþing sem bar yfirskriftina Hvernig getum við varðveitt góðan starfsanda á tímum niðurskurðar og skerðinga á kjörum starfsmanna? var haldið 15. október 2009. Hér má sjá fundargerð málþingsins sem og glærur fyrirlesara.

Málþing 15. október 2009

Málþing: Hvernig getum við varðveitt góðan starfsanda á tímum niðurskurðar og skerðinga á kjörum starfsmanna?

Aðstandendur fundarins: Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana.

Fundarstaður og fundartími: Grand hótel, Reykjavík. Morgunverður og skráning var frá kl. 8:00 og var fundargjald á mann kr. 3.900. Fundur hófst 08:30 og stóð til 10:00.

Fundarstjóri: Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Bakgrunnur: Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þessa viðfangsefnis frammi fyrir þeim áskorunum sem stjórnendur standa í þeim niðurskurði og skipulagsbreytingum sem framundan eru í rekstri opinberra stofnana, bæði ríkis og raunar sveitarfélaga einnig. Á málþinginu munu fræðimenn, fagfólk og reyndir stjórnendur fara yfir hagnýtar aðferðir og holl ráð sem stjórnendur geta nýtt sér við aðstæður dagsins í dag, þ.e. hvað stjórnendur geti gert til að stuðla að góðum starfsanda á erfiðum tímum og hvað stofnanir geti gert til að skapa menningu þar sem stutt er við starfsmenn á erfiðum tímum.

Miðlun fundarins: Dreift var glærum fyrirlesara og eru þær einnig birtar hér á heimasíðu Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Dagskrá

8:30 Inngangur fundarstjóra Magnúsar Guðmundssonar formanns FFR. Hann sagði að svo mikill áhugi hefði verið á þessu málþingi að færri komust að en vildu, 40 manns hefðu verið að biðlista.

Fundarstjóri sagði að það eina sem er öruggt í sambandi við vinnuna væri að það verða breytingar. Þá þarf að leggja áherslu á bjartsýni, jákvæðni, þekkingu, samráð og samstarf.

8:35 Starfsgleði. Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands, en hún er höfundur bóka um köllun í starfi, virkjunar vonar og heppni í eigin lífi og um sveigjanleika fyrirtækja auk þess sem hún kennir um stjórnun, skipulagsheildir forystu og þekkingarstjórnun. Sjá glærur Árelíu Eydísar.

9:05 Stjórnun á umbrotatímum: Hvernig lágmörkum við skaðann? Arndís Ósk Jónsdóttir MSc. í vinnusálfræði, kennari í mannauðsstjórnun í MPA-námi í opinberri stjórnsýslu og forstöðumaður mannauðsráðgjafar ParX viðskiptaráðgjafar IBM. Sjá glærur Arndísar Óskar.

9:35 Holl og hagnýt ráð frá eigin reynslu: Hvað ber að varast og hvað hefur reynst vel? Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sem tekist hefur á við umfangsmikil breytinga- og skipulagsverkefni á liðnum árum. Sjá glærur Stefáns.

9:50 Holl og hagnýt ráð frá eigin reynslu: Landspítali á breytingatímum. Erna Einarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, en segja má að sú stofnun hafi verið í stöðugu umbreytinga- og sparnaðarferli frá stofnun hins sameinaða sjúkrahúss árið 2000. Sjá glærur Ernu.

Gefið var færi á tveimur fyrirspurnum en þær komu ekki fram.

Fundarstjóri sleit fundi með lokaorðunum úr glærupakka Arndísar Óskar sem hún tók úr nýjasta Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana: „Aðferðir mannauðsstjórnunar eru ekki munaður heldur nauðsyn. Stjórnendur ættu alltaf að hafa það hugfast að ríkisstofnanir byggja tilvist sína á mannauði.“

Fundi slitið kl. 10:00.

Um 260 manns sótti málþingið og urðu a.m.k. 40 manns frá að hverfa.

Fundargerð: Ingibjörg Guðmundsdóttir.

Print Friendly, PDF & Email