Fundargerð morgunverðarfundar 3. september 2009 um lækkun ríkisútgjalda hjá opinberum stofnunum

Fundargerð morgunverðarfundar 3. september 2009 um lækkun ríkisútgjalda hjá opinberum stofnunum

Morgunverðarfundur FFR og fjármálaráðuneytis um lækkun ríkisútgjalda hjá opinberum stofnunum var haldinn 3. september 2009. Hér má sjá fundargerð fundarins og glærur fyrirlesara.

Morgunverðarfundur 3. september 2009

Morgunverðarfundur: Lækkun ríkisútgjalda hjá opinberum stofnunum

Aðstandendur fundarins: Félag forstöðumanna ríkisstofnana og fjármálaráðuneytið

Fundarstaður og fundartími: Stóri salurinn á Hilton hótelinu í Reykjavík. Morgunverður og skráning var frá kl. 8:00 og var fundargjald á mann kr. 2.500. Fundur hófst 08:30 og stóð til 11:00.

Fundarstjóri: Stefán Eiríksson

Bakgrunnur: Á fundinum voru kynntar og ræddar leiðir til að lækka útgjöld vegna reksturs opinberra stofnana. Fundurinn var ætlaður forstöðumönnum stofnana auk þess sem lagt var til að þeir tækju með sér fjármála, – rekstrar-, og starfsmannastjóra. Einnig voru ráðuneytisstjórar og rekstrarstjórar ráðuneyta boðaðir á fundinn.

Miðlun fundarins: Myndband var tekið upp á fundinum og gert aðgengileg í framhaldinu á heimasíðu Félags forstöðumanna ríkisstofnana eftir fundinn auk glæra fyrirlesara. Fundurinn var einnig sendur beint út á netinu ásamt glærum fyrirlesara.

Dagskrá

8:30 Fundurinn settur. Magnús Guðmundsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
Formaðurinn sagði mikilvægt að efla og bæta ríkisstofnanir þó að á móti blási. Lærum hvert af öðru.

8:35 Ávarp fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar

Ráðherra byrjaði í gamansömum tón. Líst vel á fundarstjórnina – fá SE á fundi í flokknum.

Mikilvægt að vinna sem samherjar. Stöðugleikasáttmálinn er mikilvægur og mistök að hafa fjölmiðlana ekki með í honum. Verðum að hjálpast að við að varðveita samstöðu þrátt fyrir erfiðleikana. Það fer minna fyrir hinum þögla meirihluta en hinum.

Fjárlagagerðin er erfið. Ykkar verkefni er snúið – návígið við fólkið. Ræða þarf við starfsmenn, skerða yfirvinnu, segja upp aksturssamningum. Verðum að ná niður hallanum á ríkissjóði. Þó er mikilvægt að halda áfram að þróa og bæta hluti. Sumar stofnanir hafa náð miklum árangri við innleiðingu opins hugbúnaðar t.d. VMA. Vera með þróunarverkefni í gangi. Þetta er tímabundið ástand – verður léttara þegar ljósið sést í göngunum. Nú sannast máltækið: Enginn kann sig í góðu veðri heiman að búa.

Þakkar samstarfsvilja og væntir mikils af samvinnunni.

8:45 Fjárlagagerð og áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum. Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Sjá glærur Guðmundar.

9:00 Áætlanagerð, framkvæmd fjárlaga og sparnaðarátak í ríkisrekstri. Ingþór Karl Eiríksson fjármálaráðuneytinu. Sjá glærur Ingþórs Karls.

9:20 Launakostnaður, framkvæmd launalækkunar, uppsagna og breyttst starfshlutfalls. Gunnar Björnsson fjármálaráðuneyti. Sjá glærur Gunnars.

9:50 Reynsla forstöðumanns af niðurskurði og hagræðingu. Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sjá glærur Sigríðar.

10:10 Stýrihópur um samráð forstöðumanna og ráðuneyta. Ásta Valdimarsdóttir forstjóri Einkaleyfastofu. Sjá glærur Ástu.

Fyrirspurn úr sal: Eigum við að lækka laun eða getur hver stofnun farið sína leið?

GB: Þetta á eingöngu við um stjórnarráðið, á ekki við um stofnanir. Þær haldi sig innan fjárheimilda og hlífi þeim tekjulægstu.

Fyrirspurn úr sal: 1. Búum í réttarríki, laun ákveðin í kjarasamningum. 2. Ef lækka á laun ríkisstarfsmanna þarf að segja upp samningum.

GB: 1. Rétt, ekki samið um hærri laun en laun forsætisráðherra. 2. Vinnumagn er ákvörðunarvald forstöðumanns nema ef það er bundið í stofnanasamningi.

Fyrirspurn úr sal: Verður aksturssamningum sagt upp hjá stofnunum sem eru 5 km frá næsta þéttbýli?
GB: Flestum er hægt að segja upp. Ef menn telja hag í aksturssamningi umfram dagbók má sækja um það.

Fyrirspurn úr sal: 1. Hvað verður gert við ónýttar fjárheimildir? 2. Niðurskurður í samhengi við þjónustustigið. Hversu langt má ganga? Hvað eigum við að hafa opið lengi?

Fyrirspurn úr sal: 3. Lækkun starfshlutfalls – uppsögn að hluta vegna hagræðingar er möguleg. 4. Afleit aðgerð ef ónýttur afgangur er skertur og eyðileggur traust milli stofnana og fjárveitingavaldsins.
GB: 3. Þetta er alveg rétt, ekki hreinar línur í þessu. Meðalhófsregla stjórnsýslulaga – vægari aðgerð en uppsögn. Skv. vinnurétti á uppsögn að vera óskilyrt. Álitamál, ekki útkljáð. Lækkun hlutfalls veldur lækkun ávinnsluréttar í Lsr og veikindaréttar.

IKE: 1. Verið er að útfæra leiðir varðandi yfirfærslu fjárheimilda. Sérstaklega er verið að skoða stórar tölur.

ÁV: 1. Mikilvægt er að fá skýrar línur sem fyrst – stýrihópurinn mun skoða þetta. 2. Tekur undir þetta með þjónustustigið – forgangsröðun þarf í samstarfi við stýrihóp. Gera þarf langtímamarkmið, a.m.k. 3 ár.
SS: Fólk er óvægnara vegna þrenginganna. Fjárveitingar til ríkisstofnana bornar saman. Aksturssamningar eru hluti af kjörum þeirra sem búa langt frá vinnustað.
MG: Minnir á atriði er varða forstöðumenn. Ískalt verður á toppnum. Stjórn FFR leitar leiða til að bregðast við. Það mun verða fækkun í hópnum. Beita þarf aðferðum áfallahjálpar. Þakkar fjármálaráðuneytinu fyrir mjög mikinn vilja til samstarfs.

Fyrirspurn úr sal: Dagpeningar á ferðalögum innanlands?
GB: Greiða á einungis skv. reikningi, þó ekki umfram dagpeninga.

Fyrirspurn úr sal: Verður tekið á óvæntum útgjaldahækkunum s.s. gengissigi, olíuverði?
IKE: Forðast flatan niðurskurð, vinna út frá þjónustustigi.

Fyrirspurn úr sal: Biðlaunaréttur.
GB: Ef starfsmaður var ráðinn fyrir 1. júní 1996 á hann biðlaunarétt í 6 mánuði ef hann hefur starfað skemur en 15 ár en 12 mánuði ef hann hefur starfað í 15 ár eða lengur.

Fyrirspurn úr sal: Viðbrögð við óvæntum útgjaldahækkunum vegna gengissigs?
GB svarar í hálfkæringi: Við búum í strútaseli.
Stefán fundarstjóri minnir á heimasíðu félagsins og þakkar fundarsetu. Fundi slitið kl. 11.

Um 350 manns sótti fundinn og 130 manns fylgdist með á netinu.

Þessi fundargerð tekur mið af því að allt efni fundarins er nú aðgengilegt á heimasíðu Félags forstöðumanna ríkisstofnana, sjá með því að smella hér.

Fundargerð: Ingibjörg Guðmundsdóttir.

Print Friendly, PDF & Email