Fundargerð jólafundar FFR 8. desember 2009

Fundargerð jólafundar FFR 8. desember 2009

Jólafundur FFR var haldinn 8. desember 2009. Á fundinum flutti Magnús Jónsson fyrrverandi Veðurstofustjóri og fyrrum formaður FFR erindi sem hann nefndi Loftlagsbreytingar – ógnir eða tækifæri?

Aðstandendur fundarins: Félag forstöðumanna ríkisstofnana

Fundarstaður og fundartími: Grand Hótel í salnum Setrið kl. 12:00. Boðið var upp á jólahlaðborð. Verð kr. 4.200,- á mann.

Fundarstjóri: Magnús Guðmundsson formaður FFR.

Dagskrá

Fundarstjóri setti fundinn og greindi frá því að hann og Gissur Pétursson hafi setið fund efnahags- og skattanefndar fyrr um morguninn um fyrirhugaðar breytingar á lögum um kjararáð. Þeir lýstu óánægju með breytingatillögurnar og virtist þeim fleiri fundarmenn sammála.

Magnús Jónsson fyrrverandi Veðurstofustjóri og fyrrum formaður FFR flutti erindi sem hann nefndi „Loftslagsbreytingar-ógnir eða tækifæri?“.

Magnús nefndi í inngangi að erindi sínu að fyrir 35 árum hefði umræðan verið sú að við værum að fara inn í ísöld. Á síðustu 150 árum hefur hins vegar hlýnað á jörðinni um 0,7-0,8 gráður. Loftlagsmálin eru nú orðin mjög pólitísk. Hann gat þess einnig að hann var í námsleyfi á Nýja-Sjálandi fyrir ári síðan og hreifst af stefnumörkum Nýsjálendinga varðandi orkunýtingu og sjálfbærni.

Fundarstjóri þakkar Magnúsi fyrir erindið og samstarfið við forstöðumenn á árinu.

Fundi slitið kl. 13:20.

Fundargerð: Ingibjörg Guðmundsdóttir

Fundinn sóttu 20-30 manns.

Print Friendly, PDF & Email