Fræðslufundur á TEAMS um ábyrgð forstöðumanna í opinberri skjalavörslu miðvikudaginn 13. mars kl. 11:00

Stjórn FFR boðar til fræðslufundar á TEAMS miðvikudaginn 13. mars næstkomandi kl. 11:00-12:00. Á fundinum munu Heiðar Lind Karlsson, fagstjóri gagnaskila og eftirlits hjá Þjóðskjalasafni Íslands og Árni Jóhannsson, skjalavörður hjá Þjóðskjalasafni Íslands, fjalla um ábyrgð og skyldur forstöðumanna afhendingarskyldra aðila í opinberri skjalavörslu ríkisins út frá lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Fjallað verður um helstu þætti ábyrgðarinnar þegar kemur m.a. að afhendingarskyldu, skráningu mála og málsgagna ásamt varðveislu gagna. Komið verður inn á viðfangsefni á borð við rafræn skil, grisjun, afhendingu og leiðbeinandi eftirlit Þjóðskjalasafns Íslands með skjalavörslu og skjalastjórn hins opinbera.

Nánari upplýsingar um fundinn og skráningu hafa verið sendar til félagsmanna.