Félagsfundur FFR 13. nóvember á Grand hóteli

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á félagsfund FFR sem verður haldinn á Grand hóteli 13. nóvember klukkan 12-13:30. Á fundinum verður boðið upp á hádegisverð sem kostar kr. 3.200. Á matseðlinum verður fiskitvenna í aðalrétt og ostakaka í eftirrétt.

Áríðandi: Munið að staðfesti þátttöku á fundinum í síðasta lagi 10. nóvember 2012 með því að senda tölvupóst á: [email protected]

Dagskrá fundarins

  1. Opnun fundar. Magnús Guðmundsson formaður FFR
  2. Heildstæð mannauðsstjórnun forstöðumanna ríkisstofnana: Aðferðir og ávinningur. Ásta Bjarnadóttir ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar hjá Capacent og doktor í vinnu- og skipulagssálfræði (15 mín)
  3. Sjö lyklar að árangri í ríkisrekstri. Þorvaldur Ingi Jónsson, ráðgjafi, Ms. stjórnun og stefnumótun (15 mín)
  4. Staðan í kjara- og réttindamálum forstöðumanna ríkisstofnana. Steingrímur Ari Arason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (15 mín)
  5. Umræður og fyrirspurnir.

Fundarstjóri verður Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður á Vík.