Félagsfundir á Teams þriðjudaginn 11. febrúar og miðvikudagana 26. febrúar og 5. mars kl. 11:00

Síðastliðið haust óskaði stjórn FFR eftir áliti dr. Hafsteins Dan Kristjánssonar, prófessors við Lagadeild Háskólans í Reykjavík, á gildandi réttarreglum á fjórum afmörkuðum þáttum í laga- og starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana svo leggja megi mat á hvort ástæða sé til að breyta lögum og/eða skýra og styrkja réttarstöðu þeirra. Álitaefnin taka til launafyrirkomulags forstöðumanna, réttarreglna um auglýsingu embætta að skipunartíma liðnum og flutning embættismanna, tjáningarfrelsi og samnings- og félagafrelsi forstöðumanna. 

Hafsteinn hefur nú ritað fjórar álitsgerðir um framangreind álitaefni og mun hann kynna efni þeirra og niðurstöður á þremur TEAMS félagsfundum, þriðjudaginn 11. febrúar og miðvikudagana 26. febrúar og 5. mars kl. 11:00. 

Nánari upplýsingar um álitsgerðirnar og skráningu á fundina hafa verið sendar til félagsmanna.