Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hafa verið birt í samráðsgátt, sbr. hér:
Fyrirhugaðar breytingar á lögunum lúta að málefnum forstöðumanna ríkistofnana. Með breytingunum er ætlun ráðherra að taka af vafa um að ákvarðanir ráðherra um grunnmat starfa, þ.e. föst laun fyrir dagvinnu og önnur laun er fylgja starfi viðkomandi forstöðumanns, sbr. 39. gr. a. laga nr. 70/1996, séu stjórnvaldsfyrirmæli en ekki stjórnvaldsákvarðanir. Ráðuneytið leggur til framangreinda breytingu í kjölfar álita setts umboðsmanns Alþingis um launaákvarðanir forstöðumanna ríkisstofnana, sbr. mál nr. 10343/2019 og 10475/2020, sem nálgast má hér: Álit umboðsmanns Alþingis um laun og launaákvarðanir forstöðumanna ríkisstofnana.
Félagsfundur FFR verður haldinn 14. febrúar 2022 kl. 15:00 þar sem mál þetta verður rætt. Félagsmenn fá sent fundarboð í tölvupósti.