Í tilefni af bréfi stjórnvalda til forstöðumanna hjá ríkinu þar sem óskað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins, hefur stjórn FFR ritað forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra svohljóðandi bréf:
Vísað er til bréfs stjórnvalda til forstöðumanna ríkisstofnana dags. 15. janúar 2025 þar sem leitað er samstarfs um hagræðingu í rekstri ríkisins og forstöðumenn beðnir um að senda stjórnvöldum tillögur um hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningar stofnana eigi síðar en 27. janúar næstkomandi.
Stjórn FFR fagnar því að ríkisstjórnin leiti samstarfs við alla forstöðumenn hjá ríkinu og hefur hvatt félagsmenn FFR til þess að senda inn tillögur. Gott samstarf og samráð við þá sem best þekkja til verður að teljast forsenda þess að vel takist til við hvers konar breytingar í starfsemi og rekstri ríkisstofnana.
Stjórn FFR væntir áframhaldandi samstarfs við stjórnvöld við útfærslu á framkomnum tillögum og treystir því að haft verði virkt samráð við forstöðumenn á öllum stigum þeirra breytinga sem fram undan kunna að vera.
F.h. stjórnar FFR
Helga Þórisdóttir