Aðalfundur FFR 31. maí 2017 kl 11.00 til 13.00 á Hilton Reykjavik Nordica

Aðalfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) var haldinn miðvikudag 31. maí kl 11.00 til 13.00 á Hilton Nordica að Suðurlandsbraut 2 í salnum Vox Club sem er inn af Vox veitingastaðnum. 

Fundurinn hófst á ávarpi Guðrúnar Ragnarsdóttur, ráðgjafa hjá Strategíu og var jafnframt leitað álits félagsmanna á ákveðnum atriðum er varða framtíðarstarfsemi félagsins vegna breytinga á lögum um kjararáð. Þá fóru jafnframt fram hefðbundin aðalfundarstörf.

Fundarstjóri: Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.

Dagskrá:

  1. Setning fundar: Björn Karlsson, formaður FFR
  2. Væntanlegar breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana: Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu
  3. Skýrsla stjórnar um starfsemi síðasta starfsárs: Björn Karlsson formaður FFR
  4. Skýrsla starfskjaranefndar: Tryggvi Axelsson, formaður starfskjaranefndar FFR
  5. Lagðir fram reikningar: Halldór Ó. Sigurðsson, stjórn FFR
  6. Lagabreytingar
  7. Umfjöllun um tillögur fráfarandi stjórnar FFR
  8. Kosning stjórnar og formanns (Margrét Hauksdóttir, Uppstillingarnefnd FFR)
  9. Kosning fulltrúa í starfskjaranefnd (Margrét Hauksdóttir, Uppstillingarnefnd FFR)
  10. Kosning tveggja endurskoðenda og jafn margra til vara
  11. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár
  12. Önnur mál

Hægt verður að fylgjast með upptökum af fundinum í beinni útsendingu á YouTube. Slóðin er https://youtu.be/2u7CL01GIB8