Aðalfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) var haldinn miðvikudag 31. maí kl 11.00 til 13.00 á Hilton Nordica að Suðurlandsbraut 2 í salnum Vox Club sem er inn af Vox veitingastaðnum.
Fundurinn hófst á ávarpi Guðrúnar Ragnarsdóttur, ráðgjafa hjá Strategíu og var jafnframt leitað álits félagsmanna á ákveðnum atriðum er varða framtíðarstarfsemi félagsins vegna breytinga á lögum um kjararáð. Þá fóru jafnframt fram hefðbundin aðalfundarstörf.
Fundarstjóri: Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.
Dagskrá:
- Setning fundar: Björn Karlsson, formaður FFR
- Væntanlegar breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana: Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu
- Skýrsla stjórnar um starfsemi síðasta starfsárs: Björn Karlsson formaður FFR
- Skýrsla starfskjaranefndar: Tryggvi Axelsson, formaður starfskjaranefndar FFR
- Lagðir fram reikningar: Halldór Ó. Sigurðsson, stjórn FFR
- Lagabreytingar
- Umfjöllun um tillögur fráfarandi stjórnar FFR
- Kosning stjórnar og formanns (Margrét Hauksdóttir, Uppstillingarnefnd FFR)
- Kosning fulltrúa í starfskjaranefnd (Margrét Hauksdóttir, Uppstillingarnefnd FFR)
- Kosning tveggja endurskoðenda og jafn margra til vara
- Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár
- Önnur mál
Hægt verður að fylgjast með upptökum af fundinum í beinni útsendingu á YouTube. Slóðin er https://youtu.be/2u7CL01GIB8