Fundargerð málþings 16. september 2009 um sameiningu og endurskipulagningu ríkisstofnana

Fundargerð málþings 16. september 2009 um sameiningu og endurskipulagningu ríkisstofnana

Málþing um sameiningu og endurskipulagningu ríkisstofnana var haldið 16. september 2009. Hér má sjá fundargerð fundarins og glærur fyrirlesara.

Málþing: Sameining og endurskipulagning ríkisstofnana. Hvernig skilar slíkt bestum árangri? Hverjar eru helstu hindranir–lausnir?

Aðstandendur fundarins: Ríkisendurskoðun, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða við HÍ.

Fundarstaður og fundartími: Grand hótel, Gullhvammur, Reykjavík. Morgunverður og skráning var frá kl. 8:00 og var fundargjald á mann kr. 3.900. Fundur hófst 08:30 og stóð til 10:30.

Fundarstjóri: Ragnhildur Arnljótsdóttir

Bakgrunnur: Meðal þeirra spurninga sem leitað var svara við á málþinginu voru:

– Hvernig má meta fyrirfram mögulegan ávinning af sameiningu ríkisstofnana, þe. áður en ákvörðun er tekin?
– Hvernig á að standa að undirbúningi og eftirfylgni sameiningar, svo árangur náist?
– Hvaða hættur eða hindranir er að varast í þessu sambandi?
– Hvaða lærdóm má draga af reynslunni, bæði innanlands og annarra þjóða?
– Hver eru lykilskilaboð ráðgjafa stjórnenda hins opinbera til stjórnmálamanna?

Miðlun fundarins: Fundurinn var túlkaður á táknmáli. Dreift var glærum fyrirlesara og eru þær birtar á heimasíðu Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Dagskrá

8:30 Inngangur fundarstjóra Ragnhildar Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra.

Fundarstjóri sagði mikilvægt að í stöðunni felist tækifæri. Hagræðing væri hvati til breytinga. Samráð er mikilvægt, forstöðumaður á ekki að frétta að breytingum á fundi sem þessum heldur á minni fundi. Fundarstjóri greindi frá breytingum og tilfærslu verkefna í ráðuneytunum. Nýtt efnahags- og viðskiptaráðuneyti verður til um næstu mánaðarmót. Þróun stjórnsýslunnar er að fyrirmynd Dana. Veikleiki hjá okkur að við mælum ekki árangur breytinga. Ráðuneytisstjórar hittast nú vikulega til samráðs.

8:35 Sameiningarferlið og algeng mistök. Leifur Eysteinsson sérfræðingur hjá menntamálaráðuneyti, höfundur rits um sameiningar ríkisstofnana. Sjá glærur Leifs.

8:55 Sameining ríkisstofnana – tækifæri til að gera betur. Björg Kjartansdóttir viðskiptafræðingur og sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun. Sjá glærur Bjargar.

9:20 Ávinningur af sameiningu ríkisstofnana. Sigurður Helgason ráðgjafi, sem um þessar mundir vinnur að stórum sameiningarverkefnum félagsmála-, dómsmála- og samgönguráðuneyti. Sjá glærur Sigurðar.

9:50 Breytingastjórnun og breyting á stjórnun. Eyþór Eðvarðsson þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. Sjá glærur Eyþórs.

10:15 Holl ráð. Að lokum lögðu tveir forstöðumenn sem tekið hafa þátt í að sameina stofnanir inn góð ráð til þeirra sem á næstunni munu takast slík verkefni á hendur.

a) Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís ohf. Sjá glærur Sjafnar.

b) Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og f.v. forstjóri LSH.

Magnús taldi sameiningu stofnana mikið viðfangsefni og í ljósi reynslu sinnar gaf hann fundarmönnum 5 ráð og 3 heillaráð.

Ráðin:
1) Horfið yfir sviðið, á aðalatriðin, ekki aukaatriðin.
2) Verið alltaf í fyrirsvari. Nemið andann meðal fólksins.
3) Verið heiðarleg við starfsmenn og samkvæm sjálfum ykkur.
4) Gætið að tímasetningum, ekki óljósar.
5) Látið starfsmenn ekki ganga að ykkur sem vísum.

Heillaráðin:
1. Farið vel með valdið.
2. Forðist illdeilur við einstaka starfsmenn.
3. Eigið ykkur einhvers staðar athvarf, vin til að spjalla við.

Ekki reyndist tími til fyrirspurna. Fundi slitið kl. 10:30.

Um 220 manns sótti málþingið.

Fundargerð: Ingibjörg Guðmundsdóttir

Print Friendly, PDF & Email