Fundargerð almenns félagsfundar 20. október 2009

Fundargerð almenns félagsfundar 20. október 2009

Almennur félagsfundur í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana var haldinn 20. október 2009. Hér má sjá fundargerð fundarins og glærur fyrirlesara.

Hádegisverðarfundur: Almennur félagsfundur í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana.

Aðstandendur fundarins: Félag forstöðumanna ríkisstofnana.

Fundarstaður og fundartími: Grand Hótel í salnum Setrinu kl. 12:00 og var borinn fram hádegisverður meðan á fundi stóð.

Fundarstjóri: Gissur Pétursson.

Bakgrunnur: Fundurinn er eingöngu fyrir félaga í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana.

Dagskrá

1. Gissur Pétursson fundarstjóri setur fundinn. Hann sagið tímabært að félagsmenn FFR hittist. Ólga er í samfélaginu. Hvernig mætum við því?

2. Ávarp Magnúsar Guðmundssonar formanns FFR. Hann sagði að stjórnin hefði í mörgu að snúast, vakti athygli á heimasíðu félagsins og sagði að samskiptin við stjórnvöld væru mikil. Félagið á tvo fulltrúa í stýrihópi fjármálaráðuneytisins vegna aðhaldsaðgerða í ríkisrekstrinum. Mikil aðsókn hefur verið að málþingum sem félagið hefur staðið að. Stjórnin vill hlusta á félagsmenn sérstaklega varðandi stuðningsnet fyrir þá sem erfitt eiga. Stjórnin vill fá uppbyggilega gagnrýni og vinna fyrir félagsmenn.

3. Kynning á stöðu vinnu í stýrihópi FFR og fjármálaráðuneytis. Ásta Valdimarsdóttir. Ásta er ásamt Lárusi H. Bjarnasyni fulltrúi FFR í stýrihópnum sem starfað hefur frá miðjum september. Hún bendir sérstaklega á lokaða vefgátt sem búið er að stofna og félagsmenn FFR fá aðgang að. Hún hvetur félagmenn til að koma sjónarmiðum sínum inn á vefgáttina. Sjá glærur Ástu.

4. Stuðningur við forstöðumenn innan FFR vegna breytinga sem framundan eru:

a. Lögfræðileg aðstoð, hugmyndir kynntar. Stefán Eiríksson.

Stefán segir mikilvægt að FFR sé bakhjarl á óvissutímum. Lögfræðiaðstoð gæti falið í sér tvennt:

i) Halda þarf sérstakan fræðslufund með sérfræðingum starfsréttinda við breytingar ríkisstofnana. Kynna þarf reglur um biðlaunarétt og hver séu réttindi forstöðumanna sem missa vinnuna við sameiningar stofnana til nýrra starfa innan sama geira. Hver væri heppilegur tími fyrir slíkan fund?

ii) Perónubundin aðstoð og stuðningur við forstöðumenn. Fá til þess sérfræðinga eða stofna teymi innan hóps forstöðumanna.

b. Sálrænn stuðningur, hugmyndir kynntar. Magnús Skúlason

Teljum við þörf á svona þjónustu og þá í hvaða formi? Magnús velti upp hugmyndum og möguleikum. Sjá glærur Magnúsar.

5. Umræður og fyrirspurnir

Fjörugar umræður fóru fram á fundinum m.a. um þá óvissu sem upp er varðandi sameiningu stofnana og niðurskurð sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2010. Skýr skilaboð komu frá félagsmönnum á fundinum að stjórn FFR haldi áfram að starfa samkvæmt þeim áherslum sem kynntar voru á fundinum og mikil áhersla er lögð á að þeim sjónarmiðum sé haldið á lofti að forstöðumenn stofnana hafi áfram óskorað umboð til að reka stofnanir sínar svo framarlega sem reksturinn sé innan fjárheimilda. Einnig var lögð þung áhersla á að heimildir til að flytja fjárheimildir á milli ára verði ekki skertar.

Fundarstjóri minnti á næsta fund um rafræna stjórnsýslu 18. nóv.

Fundi slitið kl. 13:30.

48 voru skráðir á fundinn en fundarmenn urðu nokkuð færri.

Fundargerð: Ingibjörg Guðmundsdóttir.

Print Friendly, PDF & Email