Glærur frá morgunarverðarfundi og málþingi um niðurskurð og árangursríkar aðferðir í sparnaði í opinberum rekstri

Glærur frá morgunarverðarfundi og málþingi um niðurskurð og árangursríkar aðferðir í sparnaði í opinberum rekstri

Miðvikudaginn 15. september 2010 var haldinn á Grand Hótel í Reykjavík morgunverðarfundur og í kjölfarið málþing um niðurskurð í ríkisrekstrinum, stöðu og horfur á næsta ári og árangursríkar aðferðir við sparnað í rekstri hins opinbera. Hér má sjá dagskrá fundarins og málþingsins og glærur fyrirlesara.
Miðvikudaginn 15. september 2010 var haldinn á Grand Hótel í Reykjavík morgunverðarfundur og í kjölfarið málþing um niðurskurð í ríkisrekstrinum, stöðu og horfur á næsta ári og árangursríkar aðferðir við sparnað í rekstri hins opinbera. Hér má sjá dagskrá fundarins og málþingsins og glærur fyrirlesara.

Málþing – Hvernig á að bregðast við niðurskurði næsta árs? Hver er stefna ríkisins? Hvað eru stofnanir þess að gera?

Dagskrá:

  1. Ávarp Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra.
  2. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytinu: Aðgerðir og verklag í niðurskurði.
  3. Vilborg H. Harðardóttir, sviðsstjóri á rannsóknasviði Capacent: Hver eru viðhorf og viðbrögð forstöðumanna við niðurskurði í rekstri stofnana? Niðurstöður könnunar Capacent.
  4. Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri: Hvað segja hagtölur um stöðu mála?
  5. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu: Hverjar eru áherslur og ábendingar forstöðumanna í hagræðingu í rekstri stofnana?

Fundarstjóri: Arnar Jónsson, stjórnsýsluráðgjafi hjá Capacent.

Morgunverðarfundur – Árangursríkar aðferðir í sparnaði í opinberum rekstri: „Margt smátt gerir eitt stórt.” – Hvað getum við lært hvert af öðru?

Dagskrá:

  1. Björn Zoëga, forstjóri Landspítala: Niðurskurður á Landspítala-aðferðir og árangur.
  2. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum: Aðferðir til sparnaðar hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
  3. Heiðveig María Einarsdóttir, sérfræðingur í verkefnastjórnun Veðurstofa Íslands: Frá hugmynd til framkvæmdar-verkefnavæðing sem leið til hagræðingar á Veðurstofu Íslands.
  4. Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóri félags- og tryggingamálaráðuneytinu: Aukin hagkvæmni í rekstri með þátttöku starfsmanna og notenda – samráðsferli.
  5. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar Ríkiskaupa: Hvernig má spara með hagkvæmari innkaupum?
  6. Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands: Útvistun á símsvörun.
  7. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu: Hvernig geta þjónustusamningar stuðlað að hagkvæmni og árangri í opinberum rekstri?
  8. Marta Jónsdóttir, hjúkrunarstjóri Hjúkrunarheimilinu Sóltúni: Hvernig nær fyrirtæki með þjónustusamning við ríkið fjárhagslegum markmiðum sínum?
  9. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund: Hvernig er hægt að varðveita góðan starfsanda á tímum niðurskurðar?

Fundarstjóri: Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Print Friendly, PDF & Email