Morgunfundur um gervigreind þriðjudaginn 27. febrúar kl. 8:00-10:00

Stjórn FFR boðar til morgunfundar þriðjudaginn 27. febrúar næstkomandi kl. 8:00-10:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu í Reykjavík. Gervigreind hefur talsvert verið í umræðunni að undanförnu og ljóst að hagnýtingu hennar fylgja fjölmörg tækifæri en ekki síður áskoranir af ýmsum toga. Á morgunfundinum verður sjónum beint að áskorunum gervigreindar frá sjónarhorni tækni, lögfræði og siðfræði. Fyrirlesarar verða Theódór R. Gíslason, sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá Syndis, Inga Amal Hasan, lögfræðingur hjá Persónuvernd og Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur og verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun HÍ. Fundarstjóri verður Helga Þórisdóttir, formaður stjórnar FFR og forstjóri Persónuverndar.

Nánari upplýsingar um fundinn hafa verið sendar til félagsmanna.

Print Friendly, PDF & Email