Áform um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Vakin er athygli á að í samráðsgáttinni hafa verið birt áform um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Áformin má finna hér: Samráðsgátt | Öll mál (island.is)

Lúta áformaðar breytingar að málefnum forstöðumanna ríkisstofnana. Með fyrirhuguðum breytingum er ætlunin að taka af vafa um að ákvarðanir ráðherra um grunnmat starfa sbr. 39. gr. a. laga nr. 70/1996, séu stjórnvaldsfyrirmæli. Ráðuneytið leggur til framangreinda breytingu í kjölfar álita umboðsmanns Alþingis um launaákvarðanir forstöðumanna ríkisstofnana sbr. mál nr. 10343/2019 og 10475/2020. Upplýst var um framangreind álit umboðsmanns í janúar sl., sbr. hér: Álit umboðsmanns Alþingis um laun og launaákvarðanir forstöðumanna ríkisstofnana – ffr.is

Print Friendly, PDF & Email