Haustferð 2021

Félagsmenn skelltu sér loks í langþráða og margfrestaða haustferð föstudaginn 8. október 2021. Ferðin hófst með heimsókn í Sagnagarðinn í Gunnarsholti þar sem Árni Bragason landgræðslustjóri fræddi félagsmenn, sýndi safnið og bauð upp á kaffi og með´í. Því næst gróðursettu félagsmenn 200 birkiplöntur undir dyggri leiðsögn Árna. Ekki vantaði verkvit og samvinnu félagsmanna við gróðursetninguna. Úr varð (verður) hinn fínasti lundur sem ber heitið Lundur hinna þrekuðu embættismanna. Þjóðminjavörður, Margrét Hallgrímsdóttir, bauð svo félagsmönnum að skoða Keldur á Rangárvöllum með tilheyrandi tölu og fróðleik. Það var unun að sjá ástríðu og virðingu gestjafanna fyrir starfi sínu og verkefnum. Ferðin endaði svo að sjálfsögðu með kvöldmat í Hveragerði. Virkilega vel heppnuð ferð og frábær stemning hjá félagsmönnum.

Print Friendly, PDF & Email