Ný heimasíða Félags forstöðumanna ríkisstofnana komin í loftið
Undanfarnar vikur hefur vefur FFR legið niðri. Ástæðan er sú að unnið hefur verið að gerð nýrrar síðu sem nú er loksins komin í loftið.
Undanfarnar vikur hefur vefur FFR legið niðri. Ástæðan er sú að unnið hefur verið að gerð nýrrar síðu sem nú er loksins komin í loftið. Síðan keyrir á nýrri útgáfu af vefumsjónarkerfi sem heitir Dísill. Vefurinn er í grunninn byggður eins upp og sá eldri en inniheldur engu að síður nokkrar mikilvægar nýjungar.
Vefurinn er fyrir það fyrsta miklu öruggari en áður. Notendur geta á einfaldan hátt stillt leturstærð þannig að hún hentar hverjum og einum og þeir sem eru lesblindir geta skipt um lit á bakgrunni svo þægilegra sé að lesa það sem er á vefnum. Önnur nýjung er dagatal yfir viðburði sem er efst til vinstri þegar komið er á vefinn. Þar er hægt að smella á einstakar dagsetningar sem eru grálitaðar og þá koma upplýsingar um þá viðburði sem eru þann dag og birtist fyrirsögnin neðan við dagatalið. Með því að smella á fyrirsögnina opnast síða með upplýsingum um atburðinn og eftir atvikum birtist tenging við aðra hluti vefsins eins og fréttir og fundargerðir svo eitthvað sé nefnt. Þá er vefurinn allur mun auðveldari í umsýslu og viðhaldi en fyrri vefur félagsins.