Hvernig má efla liðsheild og starfsanda á erfiðum tímum? Nokkur ráð til stjórnenda um árangursríkar leiðir

Félag forstöðumanna ríkisstofnana  og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála bjóða til morgunverðarfundar 31. janúar 2013 kl. 8:00 -10:00 á Grand hótel Reykjavík Hvernig má efla liðsheild og starfsanda á erfiðum tímum? Nokkur ráð til stjórnenda um árangursríkar leiðir

Þátttökugjald kr. 4400,- Skráning HÉR  Morgunverður innifalinn. Morgunverður er frá kl. 8. Dagskrá hefst kl. 8:30

Miklar umbreytingar hafa orðið á starfsemi opinberra stofnana á síðustu árum.  Það hefur komið jafnt fram í störfum og starfsumhverfi; starfsfólki hefur fækkað eða í einhverjum tilvikum fjölgað verulega til að takast á við breyttar aðstæður í samfélaginu.  Verkefnin eru flóknari, vinnuálag hefur aukist  og starfsfólk upplifir tímaskort til að leysa verkefni sín.  Margir standa frammi fyrir óvissu, skertu starfsöryggi og jafnvel uppsögnum. Þegar við bætist  óánægja með kjör og  minni möguleikar til endurmenntunar er ljóst að stjórnendur þurfa að hafa sig alla við til að takast á við þá viðamiklu, flóknu og vandasömu áskorun að halda utan um sitt fólk, stuðla að liðsheild og góðum starfsanda á vinnustað.

Á morgunverðarfundinum munu Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur, Ólafur Hauksson sérstakur saksóknari og Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri Landsspítala háskólasjúkrahúss  fjalla um árangursríkar leiðir til að styðja við starfsfólk og stuðla að aukinni samstöðu, samvinnu og starfsánægju þess á erfiðum tímum.

Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hefur veitt ráðgjöf í starfsmannamálum hjá opinberum stofnunum sem einkafyrirtækjum. Hún er annar eigenda sálfræðistofunnar Líf og sál.

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hefur leitt uppbyggingu stofnunar sinnar frá byrjun eða snemma árs 2009.  Starfsemin hefur vaxið hratt  og starfa þar nú yfir 100 manns sem takast á við afar flókin verkefni undir smásjá samfélagsins.   Stofnunin hefur verið valin Stofnun ársins tvö ár í röð 2011 og 2012 í hópi stærstu ríkisfyrirtækja.  Þetta vekur athygli og leikur mörgum forvitni á að heyra lykilinn að þessum árangri.

Erna Einarsdóttir starfsmannastjóri LSH mun ræða hvernig spítalinn hefur hagað starfsmannamálum sínum við flóknar aðstæður, en stofnunin hefur sætt miklum fjárhagslegum niðurskurði í starfsemi sinni á undanförnum árum sem hefur m.a. leitt til fækkunar starfsmanna og aukins vinnuálags. Jafnframt hefur spítalinn þurft að taka á erfiðar launadeilum.
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála / Institute of Public Management and Politics. Háskóli Íslands/University of Iceland Gimli við Sæmundargötu, 101 Reykjavík [email protected] Símar/tel +354- 525-5454/ +354-8639307

Heimasíða: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is Veftímarit:http://www.stjornmalogstjornsysla.is/