Hvernig er staðið að mannauðsmálum hjá stofnunum ríkisins? Frá morgunverðarfundinum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana  og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands hélt morgunverðarfund um hvernig er staðið að mannauðsmálum hjá stofnunum ríkisins.
Fjallað var um mat forstöðumanna sjálfra, áherslur stjórnvalda, bjargráð til að gera betur og kynntar voru
niðurstöður seinni hluta forstöðumannakönnunar 2011

Morgunverðarfundurinn var haldinn á Grand Hóteli þriðjudaginn 2. október 2012 kl. 8:00-10:30

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana  og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands  stóð að morgunverðarfundi á Grand Hóteli þriðjudaginn 2. október og hófst fundurinn klukkan 8:00 og stóð til 10:30. Viðfangsefni fundar var;

Hvernig er staðið að mannauðsmálum hjá stofnunum ríkisins?

Mat forstöðumanna sjálfra, áherslur stjórnvalda, bjargráð til að gera betur
Kynning á niðurstöðum seinni hluta forstöðumannakönnunar 2011

Dagskrá var svohljóðandi:

1.   Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra ræddi ríkisfjármálin og stefnu og áherslur ríkisstjórnarinnar í starfsmannamálum.

2.   Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands og Ágústa H. Gústafsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu fjölluðu um:
Niðurstöður seinni hluta forstöðumannakönnunar 2011 um mannauðsstjórnun. Sjá glærur Ómars og Ágústu

3.   Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu var með erindi sem bar heitið:
Kynning á grundvallarviðmiðum í mannauðsmálum ríkisstofnana. Sjá glærur Gunnars

4.   Ágústa H. Gústafsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu flutti erindi um:
Framkvæmd grundvallarviðmiða með stuðningi ORACLE. Sjá glærur Ágústu

5.   Hulda Arnljótsdóttir, fræðslusetrinu Starfsmennt og Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Starfsþróunarsetri háskólamanna fjölluðu um og kynntu  stuðning við starfsþróun innan stofnana.   Sjá glærur Huldu. Sjá glærur Önnu Sigurborgar

Fundarstjóri var Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Á morgunverðarfundinum voru kynntar nýjar niðurstöður seinni hluta forstöðumannakönnunar 2011 sem skoðar mannauðsstjórnun frá sjónarhorni forstöðumanna ríkisstofnana, en könnunin var gerð í árslok 2011.  Á fundi með forstöðumönnum sem haldinn var í apríl s.l. voru kynntar niðurstöður fyrri hluta  sömu könnunar með áherslu á stöðu, starfskilyrði og kjör forstöðumanna ríkisstofnana. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stóðu að Forstöðumannakönnunum 2007 og 2011.  Niðurstöður sem nú eru kynntar taka m.a. til þátta eins og skipulag starfsmannamála, mótun og innihald starfsmannastefnu, starfslýsinga, aðferða við mat á umsækjendum um starf, upphaf starfs, fyrirkomulag starfsþróunar og aðferðir við mat á frammistöðu starfsmanna og skoðuð er þróun sambærilegrar könnunar sem framkvæmd var 2007. Á fundinum voru jafnframt kynnt ný grundvallarviðmið í mannauðsmálum ríkisstofnana og bjargráð sem forstöðumenn geta nýtt sér til að bæta mannauðsmál hjá stofnunum sínum.