Dómur er fallinn í hæstarétti í máli Valbjörns Steingrímssonar, fyrrum forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, gegn íslenska ríkinu. Valbjörn höfðaði málið að áeggjan FFR þar sem látið var á það reyna að kjararáði hefði borið að afturkalla þá launalækkun sem forstöðumenn ríkisstofnana urðu fyrir í desember 2008. Kjararáð lét afturköllunina ná aftur til október 2011 í stað til desember 2010 eins og FFR taldi réttara. Hæstiréttur staðfesti að ákvörðun kjararáðs hefði verið rétt.
Dóminn í heild er hægt að lesa á slóðinni https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=cf6c33e2-0101-440b-b2dd-c3700cd3106a