Glærur frá morgunverðarfundi um lærdóm opinberra stofnana af rannsóknarskýrslu Alþingis
Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Félag stjórnsýslufræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála efndu til morgunverðarfundar miðvikudaginn 13. október 2010 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins var hvaða lærdóm eiga opinberar stofnanir að draga af rannsóknarskýrslu Alþingis og hverju þarf að breyta í stjórnsýslunni. Hér má sjá glærur fyrirlesara á fundinum.
1. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis – Kennileiti til framtíðar
2. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði – Kröfur til stjórnsýslunnar eftir hrunið
3. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands – Umfjöllunarefni rannsóknarnefndar Alþingis um háskólasamfélagið og viðbrögð Háskóla Íslands
4. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar – Af trúmennsku og ábyrgð – Erindið í heild
Fundarstjóri var Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.