Framtíð opinberrar þjónustu

Forsætisráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ bjóða til hádegisverðarfundar mánudaginn 4. mars kl. 12:00-14:00 á Grand hótel Reykjavík.
 Efni ráðstefnu: Framtíð opinberrar þjónustu Alþjóðlegir straumar, reynsla annarra þjóða, ráðleggingar um úrlausnarefni og áherslur

Þátttökugjald 5600,-  hádegisverður innifalinn. Skráning HÉR

Framtíð opinberrar þjónustu er efni erindis Rolf Alter forstöðumanns opinberrar stjórnsýslu hjá Efnahags og framfarastofnun Evrópu – OECD. Hann mun fjalla um alþjóðlega strauma og lærdóma sem OECD hefur dregið af nýlegum úttektum stofnunarinnar um opinbera starfsemi í nokkrum aðildarríkjum OECD.  Hann kynnir nýjar hugmyndir um umbætur og bætt vinnubrögð í opinberri starfsemi sem eru til þess fallnar að auka ábyrgð, traust og gagnsæi hjá hinu opinbera. Hann ræðir leiðir til að skapa grundvöll fyrir samhæfðari, skilvirkari, sveigjanlegri og lipurri stjórnsýslu sem er hæfari til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.
Á eftir erindi Rolf Alter munu Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnsýslufræðum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana setjast í pallborð. Þau bregðast við erindi Rolf Alter og leggja fram sínar hugleiðingar og spurningar um efnið. Almennar umræður. Fundarstjóri er Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar hjá forsætisráðuneytinu.
Print Friendly, PDF & Email