Fjárlagafrumvarpið 2014 og staða ríkisfjármála
Hvaða breytingar eru framundan í opinberum rekstri?
Morgunverðarfundur með fjármála- og efnahagsráðherra mánudaginn 7. október kl. 8.30-9:45
á Grand hótel Reykjavík.
Morgunverður frá kl. 8:00. Dagskrá hefst klukkan 8:30.
Fræðslufundur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ.
Þátttökugjald kr. 4400,- morgunverður innifalinn.
Dagskrá:
1. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ræðir fjárlagafrumvarpið 2014, stöðu og horfur í ríkisfjármálum og fyrirhugaðar breytingar í opinberum rekstri.
2. Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Arion banka bregðast við ræðu fjármála- og efnahagsráðherra.
3. Almennar fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri: Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, forstjóri Skiipulagsstofnunar.
Fyrir hönd félagsstjórnar
Magnús Guðmundsson, formaður