Félagsfundur FFR – reynslan af nýjum upplýsingalögum
Boðað er til félagsfundar í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana á Hótel Reykjavík Natura í Reykjavík (áður Hótel Loftleiðir) 14. janúar 2014 kl. 12:00. (Athugið, annar fundarstaður en venjulega).
Borinn verður fram hádegisverður í upphafi fundar og þurfa fundarmenn að greiða kr. 3.600 fyrir hann. Á matseðlinum er kjúklingabringa með sveppa risotto og kryddjurtasalati og á eftir kemur kaffi og eitthvað sætt.
Fundurinn er haldinn til að fara yfir reynsluna af nýjum upplýsingalögum (http://www.althingi.is/lagas/nuna/2012140.html) sem tóku gildi þann 1. janúar 2013 og ræða skjalamál ríkisstofnana. Forstöðumenn ríkisstofnana eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum í kjölfar erinda sem flutt verða.
Áríðandi: Vinsamlega staðfestið þátttöku á fundinum í síðasta lagi 10. janúar 2014 með því að senda tölvupóst á: [email protected]
Dagskrá fundarins kl. 12:00-13:30:
1. Opnun fundar, formaður FFR
2. Hádegisverður borinn fram
3. Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
4. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður
5. Eiríkur Guðmundsson þjóðskjalavörður
6. Umræður og fyrirspurnir
Fyrir hönd félagsstjórnar
Magnús Guðmundsson, formaður