Aðalfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana verður haldinn föstudaginn 9. maí næstkomandi kl. 13:00 í Norræna húsinu, Sæmundargötu 11 í Reykjavík. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins.
Tillögur að lagabreytingum félagsins skulu berast stjórn eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund. Nánari upplýsingar um fundinn verða kynntar þegar nær dregur.