AÐALFUNDUR FÉLAGS FORSTÖÐUMANNA RÍKISSTOFNANA 2013

AÐALFUNDUR FÉLAGS FORSTÖÐUMANNA RÍKISSTOFNANA 2013


Boðað er til aðalfundar Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) á Grand Hótel í Reykjavík, miðvikudaginn 8. maí 2013 kl. 09:00. Fundarstjóri verður Margrét Hauksdóttir nýr forstjóri Þjóðskrár Íslands. Meginefni fundarins fer samkvæmt  9. gr. laga félagsins um aðalfundastörf.

Dagskrá :

  1. Setning, Magnús Guðmundsson formaður FFR
  2. Stefán Thors nýr ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og fyrrverandi Skipulagsstjóri flytur ávarp
  3. Skýrsla stjórnar um starfsemi síðastliðins starfsárs
  4. Steingrímur Ari Arason flytur skýrsla starfskjaranefndar
  5. Gissur Pétursson gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins
  6. Lagabreytingar
  7. Kosning stjórnar og formanns
  8. Kosning fulltrúa í starfskjaranefnd
  9. Kosning tveggja endurskoðenda og jafn marga til vara
  10. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár
  11. Önnur mál

Fyrir hönd félagsstjórnar

Magnús Guðmundsson, formaður

 

Boðið verður upp á morgunverð í boði félagsins í upphafi fundar

Áríðandi: Vinsamlega staðfesti þátttöku á fundinum fyrir lok dags föstudaginn 3. maí nk.

með því að senda tölvupóst á: [email protected]

 

Print Friendly, PDF & Email