Aðalfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana var haldinn miðvikudaginn 30. maí 2018 á Grand Hótel, Reykjavík.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, var kjörinn formaður og í stjórn voru kjörin Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, og Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í stjórn félagsins sitja áfram Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands.

Í kjörnefnd voru kjörnir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, og Sveinn Runólfsson fyrrverandi landgræðslustjóri.

Print Friendly, PDF & Email