Aðalfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana var haldinn þriðjudaginn 31. maí 2017 á Grand hóteli, Reykjavík. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar var kjörinn formaður en í stjórn og varastjórn voru kjörin þau Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla, Eyþór Björnsson fiskistofustjóri og Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands.
Í starfskjaranefnd voru kjörnir Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnun og Sveinn Runólfsson fyrrverandi landgræðslustjóri.