Samráðsfundar um nýtt vinnuumhverfi forstöðumanna var haldinn 19. september sl.

Félag forstöðumanna ríkisins (FFR), Kjara- og mannauðssýsla (KMR) og Skrifstofa stjórnunar og umbóta (SSU) í Fjármálaráðuneytinu héldu fund með forstöðumönnum 19. september þar sem sérfræðingar FJR kynntu drög að Kjörmynd stjórnenda og drög að grunnmati starfa forstöðumanna.  Fundurinn stóð frá kl. 8:30 til kl. 10:30 í húsnæði Starfsmenntar í Skipholti 50b á 3 hæð.

Þessi fundur var liður í undirbúningi fyrir nýtt vinnuumhverfi forstöðumanna sem tekur gildi um næstu áramót. Á undanförnum mánuðum hafa fulltrúar FFR, KMR og SSU unnið að því að þróa nýtt vinnuumhverfi forstöðumanna og eins og áður hafði verið boðað, nú var komið að því að bjóða til samtals og kynna drög að kjörmynd stjórnenda og grunnmati starfa. 30 forstöðumenn mættu á fundinn og voru líflegar og jákvæðar umræður.

Dagskrá samráðsfundarins

08:30 – 08:40    Inngangur – hvert er markmiðið með fundinum – hvar erum við stödd í ferlinu,  Björn Karlsson – formaður FFR

08:40 – 09:30    Kynning og umræða um kjörmynd stjórnandans til framtíðar, Marta Birna Baldursdóttir – sérfræðingur hjá SSU

09:30 – 10:20    Kynning og umræðu um grunnmat starfa forstöðumanna, Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir – sérfræðingur hjá KMR

10:20 – 10:30     Samantekt, Guðrún Ragnarsdóttir – ráðgjafi FFR

Kynningarefni fundarins

 

 

 

Print Friendly, PDF & Email