Morgunverðarfundur á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana um stjórnsýsluúttektir Ríkisendurskoðunar verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl kl. 8:00-10:00 á Grand Hótel í Reykjavík. Á fundinum mun Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og lögfræðisviðs Ríkisendurskoðunar fjalla um hvað skoðað er í stjórnsýsluúttektum og hverjar áherslurnar eru. Þá munu þau Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar miðla af reynslu sinni.

Nánari upplýsingar um fundinn og skráningu má finna hér.