Morgunverðarfundur um óvægna umræðu og áreitni við opinbera starfsmenn verður haldinn fimmtudaginn 6. nóvember næstkomandi kl. 8:10-10:00 á Grand Hótel í Reykjavík.
Fundurinn er haldinn á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana.
Á fundinum kynnir Þóra Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og MPA í opinberri stjórnsýslu, niðurstöður rannsóknar sinnar á upplifun opinberra starfsmanna af óvæginni umræðu og áreitni í þeirra garð. Einnig fjallar Jón Gunnar Ólafsson, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um samskipti í breyttum heimi og um aukna skautun og hörku í umræðu á netinu, meðal annars í tengslum við stjórnmál.
Nánari upplýsingar um fundinn og skráningu má finna hér.