Morgunverðarfundur 16. nóvember nk. um öryggismál stofnana og viðbrögð við ógnunum í garð starfsfólks

Hótanir og ógnanir í garð starfsfólks eru veruleiki sem ýmsar opinberar stofnanir og starfsfólk þeirra finna í ört vaxandi mæli fyrir, ekki síst í gegnum samfélagsmiðla. Hvernig er best að bregðast við slíku? Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana boðar til morgunverðarfundar um öryggismál stofnana og möguleg viðbrögð við ógnunum í garð starfsfólks fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi kl. 8:00-10:00 á Grand Hótel í Reykjavík.

Helga Þórisdóttir, formaður FFR mun opna fundinn. Þá mun Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, fjalla um þróun netglæpa á Íslandi og Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greinigardeild Ríkislögreglustjóra, um hótanir og viðbrögð við þeim. Í lok fundar gefst tækifæri til fyrirspurna og umræðna.

Nánari upplýsingar um fundinn og skráningu má finna hér.

Print Friendly, PDF & Email