RSS-veita Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  • Framhald á ráðstöfun eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
    Þann 23. júní sl. voru samþykkt á Alþingi lög um ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf. Lögin fela í sér að hlutur ríkisins í bankanum verði seldur í markaðssettu útboði eða útboðum.
  • Nýr tækniskóli rís í Hafnarfirði
    Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis í dag. Næstu skref eru undirbúningur hönnunar og framkvæmdar með áætluð verklok haustið 2029.
  • Skýrsla starfshóps um breytingar á gildandi fyrirkomulagi launa æðstu embættismanna
    Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á gildandi fyrirkomulagi launaákvarðana æðstu embættismanna, sem skipaður var í nóvember 2023, hefur skilað áfangaskýrslu með tillögum sínum um breytt viðmið við launaákvarðanir æðstu embættismanna.
  • Ísland fyrst þjóðríkja til að gefa út kynjað skuldabréf
    Ríkissjóður Íslands hefur gefið út kynjað skuldabréf að fjárhæð 50 milljónir evra, jafnvirði um 7,5 milljarða króna. Skuldabréfin bera 3,4% fasta vexti og voru gefin út til 3 ára.
  • Ferðamönnum fjölgar milli ára og bókunarstaða áfram góð
    Árið 2023 var gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og sóttu um 2,2 milljónir manna landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri. Það var árið 2018 þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna lögðu leið sína hingað til lands. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018.