Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Samráðsnefnd hefur rannsókn í kjölfar kæru PCC vegna innflutnings kísilmálms frá KínaFjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað samráðsnefnd sem rannsakar kæru PCC BakkaSilicon hf. um innflutning kísilmálms frá Kína. Að lokinni frumathugun á kæru PCC, sem barst í júní, telur nefndin nægar sannanir fyrirliggjandi til að taka kæru félagsins til efnislegrar úrlausnar.
- Viðauki við almenna eigandastefnu félaga í eigu ríkisins gefinn útGefinn hefur verið út viðauki við almenna eigandastefnu fyrir öll félög í eigu ríkisins. Þar er kveðið á um viðmið um arðsemi, fjármagnsskipan og arðgreiðslur fyrirtækja í eigu ríkisins.
- Vinna um valkosti í gjaldmiðlamálum gengur velFjármála- og efnahagsráðuneytið fól í júní sl. fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Þeir hafa það verkefni að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu.
- Umbætur í verkefnastjórnsýslu og opinberum fjárfestingumDaði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skrifað undir samkomulag við Háskólann í Reykjavík og Verkfræðingafélag Íslands um nýjan samráðsvettvang um verkefnastjórnsýslu og opinberar fjárfestingar. Tilgangurinn er að efla samstarf milli ráðuneytisins, HR og Verkfræðingafélagsins á þessu sviði, stuðla að þróun bestu starfsvenja í stjórnsýslu, tengja saman þekkingu og draga fram bestu aðferðir.
- Ræddi verndarráðstafanir á fundi ráðherra EFTA og ESBDaði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat í dag fund fjarmála- og efnahagsráðherra ESB (Ecofin) ásamt ráðherrum frá öðrum EFTA ríkjum. Árlega býður ESB EFTA ríkjunum á Ecofin fund, og þar gefst þeim tækifæri á að taka upp mál sem eru ofarlega á baugi.