RSS-veita Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  • Stefna um opinbera þjónustu: stöðumat og valkostir
    Skjal um stöðumat og valkostir fyrir stefnu um opinbera þjónustu hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gerð grein fyrir núverandi stöðu, lykilviðfangsefnum og mögulegum leiðum til umbóta í þjónustu ríkis og sveitarfélaga.
  • Ávarpaði hátíð þar sem listi yfir framúrskarandi fyrirtæki var birtur
    Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra flutti í gær erindi á viðburðinum Framúrskarandi fyrirtæki sem haldinn var í Laugardalshöll. Þar var birtur listi Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2025 og veittar viðurkenningar.
  • Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kynntur
    Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar var kynntur á blaðamannafundi í Úlfarsárdal í dag. Pakkinn felur í sér aðgerðir sem fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Þá verður dregið úr hvata til að safna íbúðum og ráðist í tímabæra tiltekt í húsnæðiskerfinu.
  • Skrifað undir tvísköttunarsamning við Nýja-Sjáland
    Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Nýja-Sjálands var undirritaður í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Samningurinn, sem nær til tekjuskatta, var undirritaður af Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd Íslands og Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands.
  • Sameining Farice, Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta til skoðunar
    Fjármála- og efnahagsráðuneytið vinnur nú, í samráði við dómsmála-, innviða- og heilbrigðisráðuneyti að því að kanna mögulegan samruna félaganna Farice ehf., Neyðarlínunnar ohf. og Öryggisfjarskipta ehf.