Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Forstöðumenn í lykilhlutverkiDaði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra sagði í ávarpi sínu á fundi með forstöðumönnum stofnana að þeir væru í lykilhlutverki við innleiðingu á stefnu og áætlanagerð ríkisstjórnarinnar og við að leiða breytingar og umbætur í þjónustu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem heldur úti stjórnendasetri ríkisins, stóð á dögunum fyrir fundi með forstöðumönnum en fundurinn er hluti […]
- Heildarendurskoðun laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtækiHeildarendurskoðun laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki stendur nú yfir, í samræmi við ákvæði laganna um að endurskoðun skuli lokið fyrir 1. janúar 2027. Endurskoðunin er unnin í samvinnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins. Fyrr á árinu var skipaður starfshópur um endurskoðunina undir forystu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
- Áformað að afnema áminningarskyldu í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisinsÁform um breytingar á starfsmannalögum hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar, annars vegar, og lausnar um stundarsakir, hins vegar. Jafnframt eru áform um breytingar á ákvæðum starfsmannalaga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa.
- Breytingar á uppgjörsreglum virðisaukaskatts o.fl. til skoðunarFjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda upplýsingar og drög að breytingatillögum á reglum um uppgjör virðisaukaskatts o.fl. Miðað er við að breytingarnar geti tekið gildi 1. janúar 2027.
- Tiltekt og umbætur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026Í morgun var kynnt fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026. Þetta fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar felur í sér áframhald þeirrar vinnu sem lagt var upp með í fjármálastefnu og fjármálaáætlun fyrr á árinu, um bættan ríkisrekstur og aukinn stöðugleika. Með fjárlögunum eru þannig sköpuð skilyrði fyrir lækkun vaxta, til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki landsins.