Fræðslufundur á TEAMS um ábyrgð forstöðumanna í opinberri skjalavörslu miðvikudaginn 13. mars kl. 11:00

Stjórn FFR boðar til fræðslufundar á TEAMS miðvikudaginn 13. mars næstkomandi kl. 11:00-12:00. Á fundinum munu Heiðar Lind Karlsson, fagstjóri gagnaskila og eftirlits hjá Þjóðskjalasafni Íslands og Árni Jóhannsson, skjalavörður hjá Þjóðskjalasafni Íslands, fjalla um ábyrgð og skyldur forstöðumanna afhendingarskyldra aðila í opinberri skjalavörslu ríkisins út frá lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Fjallað verður um helstu þætti ábyrgðarinnar þegar kemur m.a. að afhendingarskyldu, skráningu mála og málsgagna ásamt varðveislu gagna. Komið verður inn á viðfangsefni á borð við rafræn skil, grisjun, afhendingu og leiðbeinandi eftirlit Þjóðskjalasafns Íslands með skjalavörslu og skjalastjórn hins opinbera.

Nánari upplýsingar um fundinn og skráningu hafa verið sendar til félagsmanna.

Print Friendly, PDF & Email